„Ágústus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
ætt = [[Julíska-claudíska ættin]] |
}}
'''Ágústus''' einnig nefndur '''Augustus''', '''CaesarCæsar Ágústus''', '''Caesar Augustus''', '''Octavíanus''' eða '''Octavíanus Ágústus''' ([[Latína]]: <small>IMPERATOR CAESAR DIVI FILIVS AVGVSTVS</small><ref>''[[Imperator]] Caesar, sonur hins guðlega, Ágústus</ref>; [[23. september]] [[63 f.Kr.]] – [[19. ágúst]] [[14|14 e.Kr.]]), var fyrsti og einn mikilvægasti [[keisari]] [[Rómaveldi]]s, enda þótt hann upphefði ekki stöðu sína og kysi fremur titilinn ''[[princeps]]'', sem þekktist frá [[Rómverska lýðveldið|lýðveldistímanum]] og er venjulega þýddur „fyrstur borgaranna“. Nafn Ágústusar, sem hét raunverulega Octavíanus og þar áður Octavíus, var upphaflega virðingartitill (myndaður af sögninni ''augeo'', sem þýðir að auka eða upphefja, lofa eða dýrka), sem [[Rómverska öldungaráðið|öldungaráð Rómar]] veitti honum árið [[27 f.Kr.]] Sú venja er meðal sagnfræðinga að nota nafnið Octavíanus til að vísa til hans fyrir árið 27 f.Kr. en Ágústus eftir árið 27 f.Kr. Verður þeirri reglu fylgt hér.
 
Octavíanus var erfingi [[Júlíus Caesar|Júlíusar CaesarsCæsars]], sem var ömmubróðir hans. Eftir morðið á CaesariCæsari gekk Octavíanus í bandalag með [[Marcus Antonius|Marcusi Antoniusi]] og [[Marcus Aemilius Lepidus|Marcusi Lepidusi]]. Þegar slitnaði upp úr bandalaginu kom til átaka milli Marcusar Antoniusar og Octavíanusar, sem hafði betur. Í kjölfarið komst Octavíanus til valda í Róm. Hann viðhélt hefðum rómverska lýðveldisins að forminu til en var í reynd sjálfráður einvaldur í yfir 40 ár. Valdatími hans myndar skiptinguna á milli [[Rómverska lýðveldið|lýðveldistímans]] og [[Rómverska keisaraveldið|keisaratímans]] í Róm en keisaratíminn er venjulega talinn hefjast árið 27 f.Kr. Hann batt enda á [[borgarastríð]] sem áður hafði geisað og leiddi Róm inn í nýjan tíma hagsælda og friðar, ''[[Pax Romana]]'' eða ''Rómarfriðarins''. Hann var giftur [[Livia Drusilla|Liviu Drusillu]] í 51 ár.
 
== Uppvaxtarár ==
Ágústus fæddist í Róm (eða [[Velletri]]) [[23. september]], [[63 f.Kr.]] og hlaut nafnið '''Gaius Octavíus'''. Faðir hans, sem hét einnig [[Gaius Octavíus]], var af virtri en tiltölulega lítt þekktri ætt [[Riddarastétt (Rómaveldi)|riddarastéttar]] og var landstjóri [[Macedonia (Rómverskt skattland)|Macedoniu]]. Skömmu eftir að Octavíus fæddist gaf faðir hans honum eftirnafnið '''Thurinus''', hugsanlega til að minnast sigurs síns á [[Thuriubúar|Thuriubúum]] vegna þrælauppreisnar meðal þeirra. Móðir hans, [[Atia Balba Caesonia]], var systurdóttir [[Júlíus Caesar|Júlíusar CaesarsCæsars]], sem varð brátt sigursælasti herforingi Rómar og kjörinn einvaldur (''dictator'') ævilangt. Hann varði æskuárum sínum hjá afa sínum nærri VeletraeVelítræ (í dag [[Velletri]]). Árið [[58 f.Kr.]], þegar hann var fjögurra ára gamall, lést faðir hans. Lengst af æskunnar bjó hann hjá stjúpföður sínum, [[Lucius Marcius Philippus|Luciusi Marciusi Philippusi]].
 
Árið [[51 f.Kr.]], þegar hann var ellefu ára, flutti hann útfararræðu ömmu sinnar, [[Julía Caesaris (systir Julíusar Caesars)|JulíuJúlíu]], eldri systur Júlíusar CaesarsCæsars. Hann klæddist ''[[toga virilis]]'' fimmtán ára gamall og var kjörinn í ''[[Collegium Pontificum]]'', sem var ráð æðstu presta ríkisins. CaesarCæsar fór fram á að Octavíus væri með í liði sínu í herför sinni til [[Afríka (Rómverskt skattland)|Afríku]] en Atia andmælti og sagði hann of ungan. Næsta ár, [[46 f.Kr.]], féllst hún á að leyfa honum að fylgja CaesariCæsari til [[Hispania (Rómverskt skattland)|Spánar]] en hann varð veikur og gat ekki ferðast. Þegar hann hafði náð sér sigldi hann af stað en lenti í sjávarháska; þegar hann hafði komist á land með nokkrum félaga sinna fór hann yfir landsvæði óvinanna og náði til herbúða CaesarsCæsars. CaesarCæsar þótti mikið til þessa koma. Þeir og Octavíus sneru aftur heim saman og CaesarCæsar breytti erfðaskrá sinni í laumi.
 
== Leiðin til valda ==
Þegar Júlíus CaesarCæsar var ráðinn af dögum [[15. mars]] [[44 f.Kr.]] var Octavíus við nám í [[Apollonia (Illyríu)|Apolloniu]] í [[Illyría|Illyríu]]. Þegar erfðaskrá CaesarsCæsars var lesin kom í ljós að CaesarCæsar, sem átti engin skilgetin börn, hafði ættleitt frænda sinn sem kjörson sinn og erfingja. Vegna ættleiðingarinnar tók Octavíus við nafninu '''Gaius Julius Caesar'''. Samkvæmt rómverskri hefð átti hann einnig að bæta við sem eftirnafni ''Octavíanus'' til að gefa til kynna upprunalegu fjölskyldu sína. Hins vegar er enginn vitnisburður um að hann hafi nokkurn tímann notað nafnið ''Octavíanus''. [[Marcus Antonius]] hélt því seinna fram að hann hefði greitt fyrir ættleiðingu sína með því að gera CaesarCæsar kynferðislega greiða en [[Suetonius]] segir í ævisögu Ágústusar að ásökunin hafi einungis verið rógburður.
 
Octavíanus, eins og hann er venjulega nefndur á þessu tímabili ævi sinnar, safnaði liði í Apolloniu. Hann hélt yfir til Ítalíu og fékk liði sínu gamalreynda liðsforingja úr herliði CaesarsCæsars og fékk stuðning þeirra með því að leggja áherslu á stöðu sína sem erfingi CaesarsCæsars. Hann var einungis átján ára gamall og var af þeim sökum hvað eftir annað vanmetinn af keppinautum sínum um völdin.
 
Í Róm var Marcus Antonius við stjórn. Hann myndaði bandalag með Marcusi Antoniusi og [[Marcus Aemilius Lepidus|Marcusi Aemiliusi Lepidusi]], sem höfðu verið helstu samherjar CaesarsCæsars. Bandalag þeirra er kallað [[síðara þremenningasambandið]] og fól í sér skiptingu valda til fimm ára og var stutt lögum, ólíkt hinu óformlega [[fyrra þremenningasambandið|fyrra þremenningasambandi]] [[Pompeius]]ar, CaesarsCæsars og [[Marcus Licinius Crassus|Marcusar Liciniusar Crassusar]]<ref>Scullard (1987): 163</ref>.
 
Þremenningarnir hrintu af stað áformum um að svipta um þrjú þúsund öldungaráðsmenn og tvö hundruð manns af riddarastétt eigum sínum og jafnvel lífinu, einkum þá, sem voru viðriðnir morðið á CaesariCæsari. Að öllum líkindum réð fjárskortur miklu um ákvörðunina en þeir þörfnuðust fjár til að borga hermönnum sínum.<ref>Scullard (1987): 164</ref>.
 
Marcus Antonius og Octavíanus héldu svo í herleiðangur gegn Brútusi og Cassiusi, sem höfðu lagt á ráðin um morðið á CaesariCæsari. Þeir höfðu safnað liði og flúið til austurs. Við [[Filippí]] í [[Macedonia (Rómverskt skattland)|Macedoniu]] sigraði her Marcusar Antoniusar og Octavíanusar her Brútusar og Cassiusar, sem frömdu í kjölfarið [[sjálfsmorð]] (42 f.Kr.). Að orrustunni lokinni var á ný lagt á ráðin um fyrirkomulag þremenningasambandsins: Octavíanus sneri aftur til Rómar en Marcus Antoníus hélt til [[Egyptaland]]s, þar sem hann gerðist bandamaður [[Kleópatra|Kleópötru]], fyrrum elskhuga Julíusar CaesarsCæsars og móður barnungs laungetins sonar CaesarsCæsars, [[Caesarion|Cæsarion]]s. Lepidus var nú greinilega orðinn valdaminni en Octavíanus og Antoníus og sætti sig við umráð yfir skattlandinu Afríku.
 
Marcus Antoníus átti í ástarsambandi við Kleópötru meðan hann var í Egyptalandi og áttu þau saman þrjú börn, [[Alexander Helios]], [[Kleópatra Selene (II)|Kleópötru Selene]] og [[Ptolemajos Fíladelfos]]. Árið [[40 f.Kr.]] yfirgaf Antoníus Kleópötru og giftist [[Octavía yngri|Octavíu yngri]], systur Octavíanusar, til þess að strykja bandalagið við hann. Octavía ól honum tvær dætur, sem hétu báðar [[Antonía]]. Árið [[37 f.Kr.]] yfirgaf Antoníus Octavíu og hélt enn á ný aftur til Egyptalands til þess að vera með Kleópötru. Rómaveldi var þá í reynd skipt á milli Octavíanusar í vestri og Antoníusar í austri.
 
Antoníus herjaði í austur. Octavíanus aflaði sér bandamanna í Róm, treysti völd sín og bar út róg um að hollusta Antóníusar væri nú með Egyptum og að hann hefði tekið upp siði þeirra og venjur. Spennan varð sífellt meiri og að lokum, árið [[32 f.Kr.]], lýsti öldungaráðið opinberlega yfir stríði á hendur „erlendu drottningunni“, til að forðast yfirbragð enn eins borgarastríðsins. Stríðið varði ekki lengi: í [[Orrustan við Actium|Actiumflóa]] við vesturströnd [[Grikkland]]s mættust flotarnir í mikilli orrustu, þar sem mörg skip brunnu og fórust og þúsundir manna fórust í báðum liðum. Octavíanus bar sigur úr býtum en Antóníus og Kleópatra flúðu til Egyptalands. Octavíanus elti þau og eftir annan ósigur framdi Antoníus sjálfsmorð. Kleópatra framdi einnig sjálfsmorð þegar útskýrt hafði verið fyrir henni hvernig hún yrði höfð til sýnis í sigurgöngu Octavíanusar í Róm og CaesarionCæsarion yrði „slátrað miskunnarlaust“. Ágústus á að hafa sagt að „tveir CaesararCæsarar væru einum of margir“ þegar hann fyrirskipaði líflát CaesarionsCæsarions.<ref>Green (1990): 697</ref>.
 
== Octavíanus verður Ágústus: „principatið“ ==
Lína 56:
Enn fremur var Ágústusi leyft að bera lárviðar- og eikarkórónu. Þetta var ef til vill hættulegasta breytingin. Kórónunni var venjulega haldið yfir höfði rómversks herforingja í sigurgöngu og kórónuberinn endurtók í sífellu „mundu að þú ert dauðlegur“ í eyru herforingjans. Ef til vill ber sú staðreynd að Ágústusi var ekki aðeins veitt kórónan heldur rétturinn til að bera hana á höfði sínu skýrt vitni um tilurð [[einveldi]]s. Aftur á móti ber að árétta að hvorki titlarnir né kórónan veitti Octavíanusi nein aukaleg völd. Í skilningi laganna var hinn nýi Ágústus ekkert annað en gríðarlega virðulegur rómverskur borgari, sem gegndi embætti ræðismanns.
 
Þessar ákvarðanir voru afar óvenjulegar fyrir öldungaráð Rómar en á hinn bóginn var öldungaráðið ekki lengur sama samkunda yfirstéttamanna sem hafði ráðið CaesarCæsar af dögum. Bæði Antoníus og Octavíanus höfðu hreinsað öldungaráðið af grunsamlegum meðlimum og komið fyrir sínum eigin fylgismönnum í stað þeirra. Ekki er vitað hversu frjálsar hendur öldungaráðið hafði eða hvað fór fram á bak við tjöldin.
 
=== Síðara samkomulagið ===
Lína 97:
* ný hof til heiðurs
** [[Apollon]]i
** hinum guðdómlega Júlíusi (þ.e. [[Júlíus Caesar|Júlíusi CaesarCæsari]])
** hof [[Mars Ultor]]s (eða Mars hefnanda) við hið nýja [[Ágústusartorgið|torg]]
* helgidóm nærri [[Circus Maximus]].
Lína 135:
Völd Ágústusar voru svo traust og alger að hann gat útnefnt arftaka sinn en slíkt hafði ekki verið til siðs frá upphafi lýðveldistímans. Í fyrstu var útlit fyrir að Ágústus myndi útnefna systurson sinn [[Marcus Claudius Marcellus]], sem hafði kvænst dóttur Ágústusar [[Júlía eldri|Júlíu eldri]]. Marcellus lést hins vegar af völdum matareitrunar árið [[23 f.Kr.]] Frásagnir síðari tíma sagnaritara herma að eiginkona Ágústusar, [[Livia Drusilla]], hafi borið ábyrgð á eitruninni og öðrum dauðsföllum en það er alls óvíst að hún hafi átt hlut að máli.
 
Eftir fráfall Marcellusar gifti Ágústus dóttur sína einum helsta bandamanni sínum, [[Marcus Vipsanius Agrippa|Marcusi Agrippu]]. Þeim varð fimm barna auðið: [[Gaius Caesar|Gaius Cæsar]], [[Lucius Caesar|Lucius Cæsar]], [[Vipsania Julia]], [[Agrippina eldri]] og [[Postumus Agrippa]], svo nefndur vegna þess að hann fæddist eftir andlát föður síns, Marcusar Agrippu. Áform Ágústusar um að gera elstu dóttursyni sína að erfingjum sínum urðu ljós þegar hann ættleiddi þá sem sína eigin syni. Ágústus virtist einnig taka stjúpsyni sína, syni Liviu frá fyrra hjónabandi, [[Nero Claudius Drusus Germanicus]] og [[Tíberíus|Tíberíus Claudius]], fram fyrir aðra eftir að þeir höfðu hernumið stóran hluta af landsvæðum Germana.
 
Þegar Agrippa lést árið [[12 f.Kr.]] skildi Tíberíus, sonur Liviu, við konu sína og kvæntist ekkju Agrippu, Júlíu, dóttur Ágústusar. Tíberíus fór með lýðsforingjavöld Ágústusar um hríð en settist í helgan stein stuttu síðar. Synir Júlíu, sem Ágústus hafði ættleitt, Gaius og Lucius, létust um aldur fram, árið [[4]] og [[2|2 e.Kr.]] og Drusus hafði látist nokkru fyrr ([[9 f.Kr.]]). Í kjölfarið var Tíberíus kallaður til Rómar og ættleiddur af Ágústusi.
Lína 143:
== Arfleifð Ágústusar ==
[[Mynd:Hw-augustus.jpg|hægri|thumbnail|200px|Teikning af Ágústusi gerð eftir Prima Porta styttunni.]]
Ágústus var tekinn í guðatölu stuttu eftir andlát sitt og bæði eftirnafn hans, sem hann hafði erft eftir ömmubróður sinn, CaesarCæsar, og titillinn ''Augustus'' urðu að varanlegum titlum rómverskra valdhafa næstu 400 árin og voru enn í notkun í [[Konstantínópel]] fjórtán öldum eftir dauða hans. Á mörgum [[tungumál]]um varð ''caesarcæsar'' að orði um ''keisara'', líkt og í [[Þýska|þýsku]] (''[[Kaiser]]''), [[Hollenska|hollensku]] (''keizer'') og [[Rússneska|rússnesku]] (''[[Czar]]'') auk [[Íslenska|íslensku]]. Dýrkun hins guðdómlega Ágústusar hélst þar til [[kristni]] var gerð að ríkistrú á [[4. öld]]. Þess vegna eru margar vel varðveittar styttur og brjóstmyndir af fyrsta og að sumu leyti mikilvægasta keisaranum. Í grafhýsi Ágústusar voru upphaflega bronssúlur með áletrunum um ævi hans og störf, ''[[Res Gestae Divi Augusti]]''.
 
Ágústusar er getið í [[Lúkasarguðspjall]]i (2:1).
 
Margir telja að Ágústus hafi verið besti keisari Rómaveldis. Gjörðir hans lengdu svo sannarlega líftíma Rómaveldis og hann kom á friðar- og farsældartíma, ''Pax Romana'' eða ''Pax Augusta'' (Rómarfriður eða Ágústusarfriður). Hann var myndarlegur, vel gefinn, ákveðinn og lævís stjórnmálamaður en ef til vill ekki eins heillandi og Júlíus CaesarCæsar eða Marcus Antonius.
 
[[Ágúst]]mánuður (á [[Latína|latínu]] ''Augustus'') er nefndur eftir Ágústusi. Áður hafði hann heitið [[Sextilis]] (sjötti mánuður rómverska tímatalsins). Víðkunn saga segir að ágúst hafi 31 dag vegna þess að Ágústus vildi að sinn mánuður væri jafnlangur og mánuður Julíusar CaesarsCæsars, [[júlí]] en þessi saga er uppspuni [[13. öld|13. aldar]] fræðimannsins [[Johannes de Sacrobosco|Johannesar de Sacrobosco]]. Sextilis hafði 31 dag áður en mánuðurinn var nefndur eftir Ágústusi og hann var ekki valinn vegna lengdar sinnar.
 
Þegar litið er á valdatíma Ágústusar og arfleifð hennar ætti ekki að vanmeta lengd valdatímans þegar árangurinn er metinn. Fólk fæddist og náði miðjum aldri án þess að þekkja neitt annað stjórnarfyrirkomulag en „principatið“. Hefði Ágústus dáið fyrr, (til dæmis árið [[23 f.Kr.]]), þá litu málin öðruvísi út. Því verður mannfall og sá skaði sem borgarastríð ullu yfirstéttum lýðveldistímans sem og langvarandi stjórn Ágústusar að teljast mikilvægir þættir í umbreytingu rómverska lýðveldisins í einveldi í raun. Eigin reynsla Ágústusar, þolinmæði hans, góður smekkur hans og skilningur hans á stjórnmálum voru einnig mikilvægir þættir í umbreytingunni. Hann beindi ríkinu inn á ýmsar brautir, sem vörðu um aldir, allt frá tilvist fastahers á eða nærri landamærum ríkisins, til ættarveldisins, sem einkennir oft keisaraveldi, til skreytingar höfuðborgarinnar á kostnað keisarans. Merkasta arfleifð Ágústusar var friður og farsæld, sem einkenndi ríkið næstu tvær aldirnar undir því stjórnkerfi, sem hann hafði skapað. Hann varð fyrirmyndin um góðan keisara og þótt allir keisarar tækju sér nafn hans, CaesarCæsar Augustus, stóðust einungis fáir samanburð við hann, svo sem [[Trajanus]].
 
== Ágústus í dægurmenningu ==