„Drakúla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Svo fer að greifinn býður Jonathan að dveljast hjá sér í [[mánuður|mánuð]]. Jonathan fer fljótlega að taka eftir undarlegum háttum greifans sem virðist aldrei vera á ferli nema á [[nótt]]inni, hræðast [[róðukross]] sem Jonathan hefur um [[háls]]inn og aldrei sést hann [[næring|nærast]]. Að lokum sannfærist Jonathan um að eitthvað sé bogið við greifann þegar hann verður vitni að því að Drakúla skríður niður [[veggur|vegg]]. En þá er allt orðið um seinan, Jonathan er orðinn fangi í kastalanum þar sem hann verður vitni að hræðilegum atburðum.
 
Greifinn, sem orðinn er hugfanginn af [[unnusta|unnustu]] Jonathans, Minu Murray, ákveður að ferðast til London. Þar kemur hann sér fyrir í næsta nágrenni við stúlkuna. Mina fær heimsókn frá vinkonu sinni, Lucy Westenra, sem í kjölfarið verður [[fórnarlamb]] [[blóð]]þorsta greifans. Lucy fer að haga sér undarlega og er í kjölfarið komið fyrir á [[hæli]] þar sem hún er undir umsjá Dr. John Seward. Dr. Seward kann ekki skil á [[einkenni|einkennum]] stúlkunnar og kallar sér til ráðgjafar Dr. Abraham Van Helsing sem ekki er aðeins [[læknir]] heldur einnig [[heimspeki]]ngur sem stundar [[rannsóknir]] á [[yfirskilvitlegt|yfirskilvitlegum]] hlutum. Upp hefst barátta á milli DrakúlaDrakúlu, sem nýtur aðstoðar vistmanns á hælinu og Van Helsing, sem grunar blóðsugu þó hann viti ekki hver hún er. Baráttan endar að lokum með dauða Lucy.
 
Á meðan hefur Jonathan tekist að sleppa úr kastalanum og dvelst á [[heilsuhæli]] eftir [[taugaáfall]]. Hann hefur talið sér trú um að atburðirnir í kastalanum séu [[hugarspuni]] hans en Jonathan og Mina eru núna [[gifting|gift]]. Van Helsing og Mina hittast og í gegnum bréfaskriftir á milli Minu og Lucy auk dagbóka Jonathans átta þau sig á að það er Drakúla greifi sem er valdur að dauða Lucy.
Lína 16:
 
== Í kvikmyndum ==
Sagan af DrakúlaDrakúlu greifa hefur verið [[kvikmynd]]uð tugum sinnum í gegnum tíðina. Sú fyrsta var þögla myndin ''[[Nosferatu]]'' eftir [[F. W. Murnau]] frá 1922 en til að komast framhjá höfundarétti var nöfnum breytt frá bókinni. Ekkjan Stokers, [[Florence Stoker]], fór samt í mál við framleiðandann og vann. Best þekkta opinbera kvikmyndaútgáfa sögunnar er þó líklega ''[[Dracula (1931)|Dracula]]'' frá árinu [[1931]] en hún skaut [[Bela Lugosi]] uppá stjörnuhimininn sem síðan eyddi ævinni í að leika blóðsugur. Af nýrri kvikmyndum sem byggja á sögunni má nefna Bram Stoker's Dracula í [[leikstjóri|leikstjórn]] [[Francis Ford Coppola]] frá árinu [[1992]]. Hún skartar [[leikari|leikurum]] á borð við [[Gary Oldman]], [[Wynona Ryder]], [[Anthony Hopkins]] og [[Keanu Reeves]]. Myndin hlaut þrjú [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]] auk þess sem hún var tilnefnd í einum flokki til viðbótar.
 
[[Flokkur:Bókaárið 1897]]