„Suðurríkjasambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: File:Confederate States of America.svg|thumb|right|Suðurríkjasambandið á korti af Bandaríkjunum. Sambandið er sýnt í dökkgrænum lit en svæðið sem það gerði tilkall t...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Fylkin fimm sögðu sig úr Bandaríkjunum eftir forsetakosningarnar árið 1860 þar sem frambjóðandi [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikana]], [[Abraham Lincoln]], vann sigur. Lincoln hafði lofað að hefta framgöngu þrælahalds inn á ný landsvæði Bandaríkjanna í vesturhluta Norður-Ameríku og var þrælaeigendum í suðurríkjunum því mjög í nöp við hann. Áður en Lincoln tók við völdum í mars var ný ríkisstjórn Suðurríkjasambandsins stofnuð í febrúar 1861. Sú ríkisstjórn var talin ólögmæt af stjórnvöldum Bandaríkjanna. Þegar [[Þrælastríðið|bandaríska borgarastyrjöldin]] hófst í apríl sögðu fjögur þrælafylki til viðbótar – [[Virginía (fylki)|Virginía]], [[Arkansas]], [[Tennessee]] og [[Norður-Karólína]] – sig einnig úr Bandaríkjunum og gengu til liðs við Suðurríkjasambandið. Suðurríkin samþykktu einnig aðild [[Missouri]] og [[Kentucky]], en þau fylki lýstu þó aldrei formlega yfir útgöngu úr Bandaríkjunum né réðu Suðurríkjamenn nokkurn tímann yfir landsvæði þeirra.
 
[[File:Confederate Rebel Flag.svg|thumb|left|Þessi fáni Suðurríkjasambandsins er sá þekktasti í dag. Þetta var þó aðeins einn margra fána sem her Suðurríkjanna notuðunotaði og ekki formlegur fáni ríkisins.]]
Bandaríska alríkisstjórnin viðurkenndi ekki útgöngu Suðurríkjanna úr ríkjasambandinu og taldi Suðurríkjasambandið ólögmætt. Bandaríska borgarastyrjöldin hófst með árás Suðurríkjamanna á Sumter-virki þann 12. apríl 1861. Ekkert erlent ríki viðurkenndi sjálfstæði Suðurríkjasambandsins formlega<ref name="history-state-gov">{{cite web |url=https://history.state.gov/milestones/1861-1865/confederacy |title=Preventing Diplomatic Recognition of the Confederacy, 1861–65 |publisher=U.S. Department of State |deadurl=yes |archiveurl=https://web.archive.org/web/20130828005906/http://history.state.gov/milestones/1861-1865/Confederacy |archivedate=August 28, 2013 |df=mdy-all }}</ref><ref name="McPherson">{{cite book |url=https://books.google.com/?id=bJEINL6bakYC&pg=PA65 |title=This mighty scourge: perspectives on the Civil War |first=James M. |last=McPherson |publisher=Oxford University Press US |year=2007 |page=65|}}</ref><ref name="Thomas256">[[Emory M. Thomas|Thomas, Emory M.]] ''The Confederate Nation, 1861–1865'' (1979) pp. 256–257.</ref> en Bretland og Frakkland leyfðu útsendurum þess þó að versla með vopn og aðrar birgðir. Árið 1865, eftir fjögurra ára átök og um 620.000 manna dauðsfall á vígvellinum<ref>{{cite web|url=http://www.civilwar.org/education/pdfs/civil-was-curriculum-medicine.pdf|title=Learn - Civil War Trust|website=www.civilwar.org|accessdate=August 27, 2017}}</ref> gáfust heraflar suðurríkjanna upp og Suðurríkjasambandið var leyst upp. Þá höfðu nærri því allir hermenn suðurríkjanna neyðst til að gefast upp eða verið leystir frá störfum og Suðurríkjasambandið var ofurliði borið.<ref name="IndEcon">{{cite web|url=https://www.nps.gov/resources/story.htm%3Fid%3D251|title=Industry and Economy during the Civil War|last=Arrington|first=Benjamin P.|publisher=National Park Service|accessdate=27 April 2017}}</ref> Árið 1865 harmaði forseti aðskilnaðarsinnanna, [[Jefferson Davis]], að Suðurríkjasambandið virtist hafa „horfið“.<ref>{{Cite book|last=Davis|first=Jefferson|url=https://archive.org/stream/ashorthistoryco00davigoog#page/n544/mode/2up/search/disappeared|title=Short History of the Confederate States of America|page=503|date=1890|accessdate=February 10, 2015}}</ref>