„William Ewart Gladstone“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:1271754717 william-e.-gladstone.jpg|thumb|right|William Ewart Gladstone]]
'''William Ewart Gladstone''' (29. desember 1809 – 29. maí 1898) var breskur stjórnmálamaður í [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokknum]] og þar áður í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]]. Á sextíu ára stjórnmálaferli sínum var hann [[forsætisráðherra Bretlands]] fjórum sinnum (1868–74, 1880–85, febrúar–júlí 1886 og 1892–94), oftar en nokkur annar. Auk þess var hann kanslarifjármálaráðherra fjórum sinnum. Gladstone var jafnframt elsti forsætisráðherra Bretlands, en hann var 84 ára undir lok síðustu ráðherratíðar sinnar.
 
Gladstone gekk fyrst á breska þingið árið 1832. Í upphafi var hann á sveif með gamaldags Íhaldsmönnum og vann í ríkisstjórn [[Robert Peel|Sir Roberts Peel]]. Eftir klofning innan Íhaldsflokksins gekk Gladstone ásamt skoðanabræðrum sínum í lið með [[Viggar (Bretland)|Viggum]] og [[Róttæki flokkurinn (Bretland)|Róttæklingum]] til að stofna Frjálslynda flokkinn. Sem kanslarifjármálaráðherra beitti Gladstone sér fyrir lágum ríkisstjórnarútgjöldum og umbótum í kosningakerfinu.
 
Á fyrstu ráðherratíð sinni tók Gladstone að sér ýmsar umbætur, þar á meðal upplausn írsku þjóðkirjunnar og innleiðingu leynilegra kosninga. Eftir tap í þingkosningum árið 1874 sagði Gladstone af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins en sneri aftur á stjórnmálasviðið árið 1876 með því að tala gegn viðbrögðum [[Tyrkjaveldi|Tyrkjaveldis]] við [[Apríluppreisnin|búlgörsku apríluppreisninni]]. Kosningabarátta Gladstone árin 1879-80 er oft talin fyrsta nútímakosningaherferðin.<ref name=Wiesner2014>{{cite book|last1=Wiesner-Hanks|first1=Merry E.|last2=Evans|first2=Andrew D.|last3=Wheeler|first3=William Bruce|last4=Ruff|first4=Julius|title=Discovering the Western Past, Volume II: Since 1500|date=2014|publisher=Cengage Learning|page=336|url=https://books.google.com/books?id=bbwTCgAAQBAJ&pg=PT351#v=onepage&q&f=false}}</ref><ref>{{cite book|last1=Price|first1=Richard|title=British Society 1680-1880: Dynamism, Containment and Change|date=1999|publisher=Cambridge University Press|page=289|url=https://books.google.com/books?id=oqY4cFsaK7AC&pg=PA289#v=onepage&q&f=false|language=en}}</ref> Eftir þingkosningarnar árið 1880 varð Gladstone forsætisráðherra í annað sinn. Á annarri ráðherratíð sinni þurfti Gladstone að taka á deilumálum í Egyptalandi og á Írlandi, þar sem ríkisstjórn hans bældi niður andóf en bætti einnig lagaréttindi írskra leigubænda.