„William Ewart Gladstone“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|William Ewart Gladstone '''William Ewart Gladstone''' (29. desember 1809 – 29. maí 1898) var breskur stjórnmálamaður í...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:1271754717 william-e.-gladstone.jpg|thumb|right|William Ewart Gladstone]]
'''William Ewart Gladstone''' (29. desember 1809 – 29. maí 1898) var breskur stjórnmálamaður í [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokknum]] og þar áður í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]]. Á sextíu ára stjórnmálaferli sínum var hann [[forsætisráðherra Bretlands]] fjórum sinnum (1868–74, 1880-851880–85, febrúar-júlífebrúar–júlí 1886 og 1892-941892–94), oftar en nokkur annar. Auk þess var hann kanslari fjórum sinnum. Gladstone var jafnframt elsti forsætisráðherra Bretlands, en hann var 84 ára undir lok síðustu ráðherratíðar sinnar.
 
Gladstone gekk fyrst á breska þingið árið 1832. Í upphafi var hann á sveif með gamaldags Íhaldsmönnum og vann í ríkisstjórn [[Robert Peel|Sir Roberts Peel]]. Eftir klofning innan Íhaldsflokksins gekk Gladstone ásamt skoðanabræðrum sínum í lið með [[Viggar (Bretland)|Viggum]] og [[Róttæki flokkurinn (Bretland)|Róttæklingum]] til að stofna Frjálslynda flokkinn. Sem kanslari beitti Gladstone sér fyrir lágum ríkisstjórnarútgjöldum og umbótum í kosningakerfinu.