„Julius Nepos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Flavius Iulius Nepos Augustus'''<ref name="PLRE2">Martindale 1980, ''s.v. Iulius Nepos (3)'', pp. 777–778</ref> (430 – 480) var keisari [[Vestrómverska keisaradæmið|vestrómverska ríkisins]] formlega séð frá 474 til 480 en aðeins í reynd til ársins 475. Hann var líka leiðtogi [[Dalmatía|rómversku Dalmatíu]] frá 468 til 480. Sumir sagnfræðingar skilgreina Nepos sem síðasta vestrómverska keisarann en aðrir telja vestrómverska keisaradæmið hafa liðið undir lok með [[Rómúlus Ágústus|Rómúlusi Ágústusi]] árið 476. Austrómverska ríkið og keisarar þess lifðu þetta tímabil þó af.
 
Nepos var gerður að keisara vestrómverska ríkisins árið 474 af austrómverska keisaranum, [[Leó 1. (keisari)|Leó 1.]], til að koma í stað valdaræningjans [[Glycerius|Glyceriusar]]. Nepos var steypt af stóli árið 474 af [[Orestes]], sem tók við völdum í [[Ravenna]] þann 28. ágúst 475 og neyddi Nepos til að flýja með skipi til Dalmatíu. Orestes krýndi son sinn, Rómúlus Ágústus, keisara en þeim var brátt steypt af stóli af [[Odoacer]].
 
Nepos ríkti áfram í Dalmatíu sem „keisari vestursins“ með viðurkenningu frá Konstantínópel en í reynd náðu yfirráð hans ekki út fyrir Dalmatíu. Nepos var ráðinn af dögum árið 480 og austurkeisarinn [[Zeno (keisari)|Zeno]] leysti þá formlega upp vesturhluta keisaradæmisins.