Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

* [[Breska heimsveldið|Bretland]] studdi óbreytt landamæri Tyrkjaveldis opinberlega en hvatti Grikki þó á bak við tjöldin til að ganga í bandalagið til að skapa mótvægi við áhrifum Rússa. Á sama tíma ýttu Bretar undir áætlanir Búlgaríumanna til að hernema Þrakíu þar sem þeir vildu heldur að Þrakía yrði búlgörsk en rússnesk.
* [[Austurríki-Ungverjaland]] sóttist eftir aðgangi að Adríahafi á kostnað Tyrkja og var mjög á móti því að nokkurt annað ríki legði undir sig landsvæði þar. Veldi [[Habsborgarar|Habsborgara]] átti auk þess við vanda að glíma vegna mikils fjölda Slava sem bjó innan ríkja þess og beitti sér gegn þýsk-ungverskri stjórn alþjóðaríkisins. Serbar höfðu ekki farið leynt með metnað sinn til að innlima Bosníu og því litu Austurríkismenn á þá sem óvini og leiksoppa Rússa sem ynnu að því að espa upp Slava innan keisaraveldisins.
* [[Þýska keisaraveldið|Þýskaland]] var þá þegar á kafi í innanríkismálefnum Tyrkjaveldis og stóð opinberlega gegn því að stríð yrði háð gegn bandamanni sínum. Þjóðverjar áttu þó von á væntanlegum ósigri Tyrkjaveldis og voru áfjáðir í að fá Búlgaríu til liðs við Miðveldin. Því voru þeir opnir fyrir þeirri hugmynd að ganga í bandalag með sterkari Búlgaríu í stað Tyrkja og töldu þann kost vel mögulegan þar sem konungur Búlgaríu var af þýskum uppruna og afar andsnúinn Rússum.
 
Balkanskagabandalaginu þótti tækifærið of gott til að láta ganga úr greipum sér þar sem Tyrkjaveldi var veikburða og íþyngt af innanlandsátökum. Í lok september tóku herir Balkanríkjanna og Tyrkjaveldis sér stöðu. Svartfjallaland var fyrsta ríkið sem lýsti yfir stríði, þann 8. október 1912 og hóf þannig fyrra Balkanstríðið. Hin ríkin þrjú settu Tyrkjum úrslitakosti þann 13. október en lýstu síðan yfir stríði þann 17. október.