Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

Í Grikklandi höfðu herforingjar gert uppreisn í ágúst 1909 og komið til valda umbótasinnaðri stjórn undir forystu [[Elefþerios Venizelos|Elefþeriosar Venizelosar]], sem þeir vonuðust til að gæti limað [[Krít]] inn í Grikkland á ný eftir ósigur Grikkja gegn Tyrkjum árið 1897. Í aðildarviðræðum Grikkja að bandalaginu neitaði Búlgaría að skuldbinda sig til nokkurra sáttmála um skiptingu landvinninga með Grikkjum, ólíkt sáttmála þeirra við Serba um skiptingu Makedóníu. Búlgaríumenn höfðu lítið álit á gríska hernum og töldu að búlgarski herinn gæti auðveldlega hertekið meirihluta Makedóníu og hafnarborgina [[Þessalóníka|Þessalóníku]] áður en Grikkirnir næðu þangað. Þó var aðild Grikkja að bandalaginu bráðnauðsynleg til þess að áætlunin gæti heppnast því Grikkir voru eina Balkanríkið með sterkan herskipaflota og því voru þeir einir færir um að koma í veg fyrir að Tyrkjum bærist liðsauki sjóleiðina til Evrópu frá Asíu. Grískur erindreki í [[Sófía|Sófíu]] lýsti hlutverki Grikkja í bandalaginu sem svo: „Grikkland getur boðið upp á 600.000 menn fyrir stríðsreksturinn, 200.000 menn á vígvöllinn og flotinn getur komið í veg fyrir að Tyrkland flytji 400.000 á milli Saloniku og Gallipoli.“
 
Svartfjallaland var mun smærra ríki en þó náinn bandamaður Serba og var talið annars flokks aðili að bandalaginu. Landið þáði boð Serba um aðild sem greiða þar sem það ásældisásældist smávægileg landsvæði við Sanjak og norður-albönsku borgina Shkodra.
 
Annar stuðull að stofnun bandalagsins var augljós veikleiki Tyrkjahersins. Tyrkjaveldi hafði háð stríð við Ítali í ár (29. september 1911 – 18. október 1912) í [[Líbía|Líbíu]] þegar Ítalir gerðu innrás í [[Trípólí]]. Ítölum hafði lítið miðað áfram og mótstaða Tyrkja hafði verið sterkari en búist var við, en stríðið hafði reynt mjög á Tyrkjaveldi. Auk þess hafði hertaka Ítala á [[Tylftareyjar|Tylftareyjum]], þar sem Grikkir voru í meirihluta, sannfært Grikki um að þeir myndu tapa á því að taka ekki þátt í yfirvofandi stríði við Tyrkjaveldi.