„Horatio Nelson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Málverk af Horatio Nelson eftir John Hoppner. '''Horatio Nelson''' (29. september 1758 – 21. október 1805) var flotaforingi í bre...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Stuttu eftir orrustuna tók Nelson þátt í árás Breta á Santa Cruz de Tenerife en var sigraður og illa særður: Hann glataði hægri handleggnum og neyddist til að snúa aftur til Englands til að jafna sig. Næsta ár vann hann frækinn sigur gegn Frökkum í orrustu á [[Níl|Nílarfljóti]] og var síðan áfram á Miðjarðarhafinu til að styðja [[Konungsríkið Napólí]] gegn hugsanlegri innrás Frakka. Árið 1801 var hann sendur til [[Eystrasalt|Eystrasalts]] og vann annan sigur, í þetta sinn gegn [[Danmörk|Dönum]] í sjóorrustu við [[Kaupmannahöfn]]. Stuttu síðar sat hann um fyrir frönsku og spænsku flotunum við Toulon og elti þá til og frá [[Karíbahaf|Vestur-Indíum]] en tókst ekki að ginna þá til bardaga. Eftir stutta heimsókn til Englands tók hann við forystu á hafnarbanni við Cádiz árið 1805. Þann 21. október 1805 sigldu frönsku og spænsku flotarnir úr höfn og Nelson mætti þeim í orrustunni við Trafalgar. Úr varð mesti hernaðarsigur Breta á sjó fyrr og síðar en í bardaganum var Nelson, um borð á herskipinu HMS ''Victory'', ráðinn af dögum af franskri leyniskyttu. Lík hans var flutt heim til Englands, þar sem honum var veitt ríkisútför.
 
Sigur Nelsons og dauði við Trafalgar gerði hann að þjóðhetju í augum Breta. Enn í dag er oft vitnað í kjörorð hans, „England gerir ráð fyrir því að sérhver maður sinni skyldu sinni“. FjölmörnFjölmörg minnismerki standa í Bretlandi til heiðurs Nelson, þ.á.m. Nelson-súlan á [[Trafalgar Square|Trafalgar-torgi]] í [[London]] og Nelsonsminnismerkið í [[Edinborg]].
 
== Heimild ==