„Árásin á Perluhöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+mynd
Lína 7:
[[Mynd:Pearl_Harbour_Marine_Barracks_during_the_attack.jpg|thumb|250px|Reykur stígur frá orrustuskipum bandaríska flotans.]]Aðdraganda árásar Japana á Perluhöfn má rekja til ársins [[1937]], þegar Japanir réðust inn í [[Kína]] og stríð braust út, [[Vesturveldin]] studdu Kína í stríðinu og sendu þeim vopn sem gerði innrásina miklu erfiðari fyrir Japan.<ref>''Sagan öll'', 29; Skúli Sæland.</ref> Japanir reyndu að stöðva vopnasendingar Vesturveldanna til Kína með því að leggja undir sig frönsku nýlendurnar í [[Indókína]] en núna heita þær [[Víetnam]], [[Laos]] og [[Kambódía]]. Á sama tíma gengu þeir í bandalag með [[Öxulveldin|Öxulveldunum]] [[Þýskaland]]i og [[Ítalía|Ítalíu]]. [[Bandaríkin]], [[Bretland]] og [[Holland]] eða hin svokölluðu Vesturveldi svöruðu með því að banna allan innflutning á [[olía|olíu]] til Japans.<ref>Poulsen, 210-211; ''Sagan öll'', 29; Skúli Sæland.</ref>
 
Í ágúst árið [[1941]] sendu Japanir beiðni um að halda samningafund með [[Franklin D. Roosevelt]] [[forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]] til að reyna leysa þennan ágreining, en svar Roosevelt við fundarbeiðninni var á þann hátt að ef hann skyldi mæta á fund með Japönum þyrftu þeir fara með her sinn burt úr Kína. Japanir tóku það ekki í mál og virtist nú fátt geta stöðvað stríð milli þjóðanna. Það var svo ekki löngu síðar eða í byrjun nóvember er [[HirahitoHirohito]] [[Japanskeisari]] lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi.<ref>Poulsen, 210-211; ''Sagan öll'', 29.</ref>
 
== Undirbúningur ==