„Eigindleg rannsóknaraðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Guhar66 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Guhar66 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Eigindleg rannsóknaraðferð vísar til annarrar af meginaðferðum félagsvísinda við rannsóknir. Hin aðferðin er megindleg aðferð. Þeir sem nota
eigindlega aðferð eru einnig kallaðir "túlkunarsinnar" þar sem þeir beita því sem kallað er félagsfræðilegt innsæi til þess að skilja orsök og afleiðingu. Í því felst meðal annars að horfa á einstaklinga og samfélag í víðu samhengi og setja sig í spor annarra.
 
Í bókinni Félagsfræði 2 - Kenningar og samfélag eftir Garðar GÍslason segir um hina eigindlegu aðferð: ,,Túlkunarsinnar beita ýmsum aðferðum við að afla frumgagna, svo sem viðtölum, athugunum og vettvangsrannsóknum. Allar þessar rannsóknir eiga það sameiginlegt að rannsakandinn á samskipti við viðfangsefnin og kannar reynsluheim þeirra." (Garðar Gíslason, 2016, bls. 53).