„Sérsveit ríkislögreglustjóra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umvandarinn (spjall | framlög)
Umvandarinn (spjall | framlög)
Lína 17:
===Umsátur í Árbæjarhverfi===
 
Þann 2. desember 2013 var kl. 02:12 tilkynnt um tónlistarhávaða frá íbúð að Hraunbæ 20 [http://wwwcommons.visirwikimedia.isorg/assetswiki/File:Official_report_of_The_state_prosecutor_of_Iceland;_003-2013-34.pdf/XZ1550613.PDF] . Um kl. 02:50 var fyrst leitað aðstoðar sérsveitar löggæslunnar upp í Hraunbæ 20. Löggæslumenn héldu að þar væri hafin skothríð i íbúð. Í ljós hefur komið, samanber skýrslu Ríkissaksóknara, að það var öllum sannleika fjarri [http://www.visir.is/assets/pdf/XZ1550613.PDF] . Meintur brotamaður í huga löggæslunnar, sem þeir vissu þá ekki hver var og höfðu ekki kannað það á leið sinni á vettvang, en samkvæmt tilkynningunni þá var íbúinn sem kvartað var undan nefndur M, en hann hét í raun og veru S. Siðar hafa þeir komist að því að viðkomandi maður sem dó af skotsárum af hendi sérsveitarinnar, hafði átt við mikil geðræn vandamál að stríða, hafði langa sögu afbrota að baki, meðal annars vopnalagabrot sem og brot gegn valdstjórninni. [1]
 
Einn íbúi á vettvangi sem almennir löggæslumenn sem voru fyrstir á vettvang ræddu við, fullyrti að hann hefði heyrt skothvell úr íbúðinni skömmu eftir miðnætti. Aðrir nágrannar, samanber þeir sem tilkynntu um hávaðann á neyðarlínunni, ræddu einungis um að hávær tónlist hefði heyrst frá íbúðinni [http://www.visir.is/assets/pdf/XZ1550613.PDF] . Í skýrslu Ríkissaksóknara segir meðal annars um niðurstöðu rannsóknardeildar á vettvangi : '''„...ekkert sem bendir til að S hafi beitt skotvopni inni í íbúð sinni áður en lögregla kom á vettvang aðfararnótt 2. desember 2013“''' Sérsveitin var síðan kölluð á svæðið klukkan 02:50 og gerði hún þá fyrstu atlögu að íbúðinni. Brynklæddir menn voru sendir til að reyna að ná sambandi við manninn. Maðurinn skaut að sérsveitarmanninum sem fyrstur fór inn í íbúðina að baki brynskjaldar síns og fékk hann skotið í skjöld sinn segir í skýrslunni. Tilkynning um að það stæði til að vopnast barst fjarskiptamiðstöð klukkan 03:09. Þegar klukkan var 03:23 var óskað í fjarskiptamiðstöð um skjóta aðstoð á vettvang. Klukkan 03:33 var bókað : '''„heildarútkall sent á sérsveit“''', en verklagsreglur bjóða að svo sé gert þegar skotvopnum er beitt. Þetta mun hafa verið ákveðið eftir að sérsveitarmaður sá sem fyrstur fór inn í íbúð mannsins að baki brynskjaldar síns eftir að lásasmiður hafði borað út lásinn að íbúðinni. Mikil gagnrýni hefur komið fram um að lásasmiðurinn var algerlega óvarinn. Lásasmiðurinn segir að sér hafi ekki verið tilkynnt um að skotvopn gæti verið að ræða inni í íbúðinni sem honum gæti stafað hætta af, þá var honum hvorki boðið skothelt vesti við vinnu sína né var hægt að vernda hann með brynskjöldum meðan hann boraði út lásinn að íbúð S [http://www.visir.is/assets/pdf/XZ1550613.PDF].