„Fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Scm (spjall | framlög)
Endurnýjun 2017
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar''' tók við völdum þann [[11. janúar]] [[2017]]. Hún samanstendur af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Viðreisn]] og [[Björt framtíð|Bjartri framtíð]] og er því fyrsta samsteypustjórn fleiri en tveggja flokka síðan [[Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar|þriðja ráðuneyti Steingríms Hemannssonar]], sem hélt velli frá hausti 1989 til [[Alþingiskosningar 1991|kosninga vorið 1991]]. Í ríkisstjórninni eru 11 ráðherrar og því einum fleiri en voru í [[Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar|stjórninni]] sem hún tók við af. En eftir að ljóst varð að ríkisstjórnin yrði mynduð sóttist Sjálfstæðisflokkurinn eftir því að skipta [[Innanríkisráðuneytið|Innanríkisráðuneytinu]] milli tveggja ráðherra til að ann­ars veg­ar annast málefni samgöngu- og sveit­ar­stjórna­ og hins veg­ar dóms­mál. Þann 23. janúar var síðan sagt frá því að falast yrði eftir að aðskilja málefni dómsmála frá Innanríkisráðuneytinu og endurreisa sérstakt ráðuneyti undir málaflokkinn. En vinna við það er komin af stað og búast má við að framkvæmd breytinganna taki nokkurn tíma.<ref>Brynjólfur Þór Guðmundsson [[RÚV (vefmiðill)|Rúv]], [http://www.ruv.is/frett/domsmalaraduneyti-verdur-til-a-ny Dómsmálaráðuneyti verður til á ný], 23. janúar 2017. Skoðað 23. janúar 2017 </ref><ref>[[mbl.is (vefmiðill)|Mbl]], [http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/02/innanrikisraduneytid_heyrir_sogunni_til/ Innanríkisráðuneytið heyrir sögunni til], 2. apríl 2017. Skoðað 2. apríl 2017 </ref>
 
Aðrar breytingar á ráðherraembættum voru annars vegar þær að iðnaðar- og viðskiptaráðherra varð að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og að félags- og húsnæðismálaráðherra varð að félags- og jafnréttismálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa milli sín naumasta mögulega meirihluta á [[Alþingi]] með 32 þingmenn.