„Harry S. Truman“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
RagnarLo (spjall | framlög)
m Bætti við um Marshal áætlunina
Lína 1:
[[Mynd:HarryTruman.jpg|thumb|right|Harry S. Truman]]
'''Harry S. Truman''' ([[8. maí]] [[1884]] – [[26. desember]] [[1972]]) var 33. forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og gegndi embætti frá[[ 1945]] til [[1953]]. Truman tók við af [[Franklin D. Roosevelt]] eftir andlát hans. Truman tók við stjórnartaumunum á mjög viðkvæmum tímapunkti, undir lok Síðari Heimsstyrjaldarinnar. Hann er þekktur fyrir að koma Marshall áætluninni af stað til þess að endurbyggja efnahag Vestur-Evrópu. [[Efnahagur Bandaríkjanna]] var sá öflugasti í heimi en efnahagir annarra [[heimsveldi|heimsvelda]] voru í lamasessi eftir hildarleik stríðsátaka. Truman varð kunnur fyrir [[Truman-kennisetningin|Truman-kennisetninguna]] í [[utanríkisstefna Bandaríkjanna|utanríkisstefnu Bandaríkjanna]], sem hann setti fyrst fram í ræðu [[12. mars]] [[1947]] en hún mælti fyrir um að Bandaríkin myndu beita sér fyrir því að takmarka útbreiðslu [[kommúnismi|kommúnisma]] með ráðum og dáðum. Þessi tímapunktur er af sumum talinn marka upphaf [[kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Í samræmi við kennisetninguna samþykkti [[Bandaríkjaþing]] að styrkja [[Grikkland]] og [[Tyrkland]] bæði efnahagslega og með [[hergögn]]um í þeirri von að kommúnistar kæmust ekki til valda. Þeim varð að ósk sinni þar eð bæði Grikkir og Tyrkir gerðust aðilar að [[Atlantshafsbandalagið|Norður-Atlantshafsbandalaginu]] (NATO) árið 1952. NATO var einmitt stofnað í apríl [[1949]] og voru Bandaríkin og [[Ísland]] á meðal stofnaðila.
 
{{Töflubyrjun}}