„George Sand“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
George Sand fór að fordæmi langömmu sinnar, sem hún dáðist mjög að<ref>Sand, George, ''[http://gallica.bnf.fr/ark:/12148/bpt6k293789/f65.image Histoire de ma vie]'', Éditions Michel Lévy frères, París, 15. apríl 1847, 1. útgáfa 1856, I. bindi, 2. kafli.</ref> og barðist fyrir [[kvenréttindi|kvenréttindum]], gagnrýndi hjónabönd og beitti sér gegn fordómum íhaldssams samfélagsins. Sand var nokkuð alræmd vegna fjölmargra ástarsambanda sinna, fyrir að klæða sig í karlmannsfötum og fyrir að nota karlmannsnafn sem listamannsnafn. Nafnið George Sand tók hún upp árið 1829<ref>De Beaumarchais, Jean-Pierre. Couty, Daniel. Rey, Alain.''Dictionnaire des littératures de langue française''. Éditions Bordas. 1999. III. bindi.</ref> og gerði það að nokkurs konar tísku meðal kvenhöfunda að undirrita verk sín með karlmannsnöfnum.
 
Þrátt fyrir að eiga sér fjölmarga gagnrýnendur á borð við [[Charles Baudelaire]] og [[Jules Barbey d'Aurevilly]] var George Sand virkur þátttakandi í vitsmuna- og menningarsamfélagi síns tíma og tók á setri sínu í Nohant-Vic og í Palaiseau við fjölbreyttum gestum, þ.á.m. [[Franz Liszt]], [[Frédéric Chopin]], [[Marie d'AngoultAgoult]], [[Honoré de Balzac]], [[Gustave Flaubert]] og [[Eugène Delacroix]]. Sumum þeirra gaf hún ráðleggingar og hvatti aðra áfram. Hún var góðvinur [[Victor Hugo|Victors Hugo]] í gegn um bréfaskipti en þau hittust þó aldrei augliti til auglitis.
 
Frá og með árinu 1848 var George Sand einnig virk í stjórnmálum og tók þátt í útgáfu þriggja tímarita: ''La Cause du peuple'', ''Le Bulletin de la République'' og ''l'Éclaireur'' þar sem hún biðlaði til [[Napóleon III|Napóleons III]] að hlífa pólitískum föngum, þar á meðal Victor Hugo.