„Ferdinand Foch“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Ferdinand Foch by Melcy, 1921.png|thumb|right|Ferdinand Foch]]
'''Ferdinand Foch''' (2. október 1851 – 20. mars 1929) var franskur hershöfðingi og marskálkur [[Frakkland|Frakklands]], [[Bretland|Bretlands]] og [[Pólland|Póllands]] sem gegndi æðstu yfirráðastöðu yfir herafla [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamanna]] í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Foch þótti hvatvís og jafnvel glannalegur herforingi í fyrstu herferðunum við Marne, Flanders og Artois á árunum 1914-1916 en hann var skipaður æðsti yfirherforingi bandamannahersins árið 1918. Honum tókst að stjórna franska, breska, bandaríska og ítalska hernum sem einni samstæðri heild og fór listilega með liðsaukann sem honum var veittur.<ref>Charles Messenger, ed., ''Reader's Guide to Military History'' (2001) pp 170-71.</ref>
 
Við byrjun stríðsins tók 20. herdeild Foch þátt í innrás Frakka í Þýskaland en hörfaði síðan aftur inn í Frakkland við gagnárás Þjóðverja og stöðvaði framsókn þeirra við Nancy. Foch var skipað að halda í vesturátt til að gæta [[París|Parísar]] og hlaut hann mikið lof fyrir þátt sinn í sigri bandamanna í orrustinni við Marne þar sem hann stýrði níunda franska hernum. Foch var hækkaður í tign og gerður að aðstoðaryfirherforingja norðurhluta Frakklands, þar sem hann þurfti að vinna með breskum herafla við Ypres og [[Orrustan við Somme|Somme]]. Í lok ársins 1916 var Foch sendur til Ítalíu vegna ónógs árangurs sóknarinnar auk óvinskapar við aðra hernaðarleiðtoga Frakka.