Munur á milli breytinga „Mehmed 6.“

 
===Valdatíð===
[[Fyrri heimsstyrjöldin]] var reiðarslag fyrir Tyrkjaveldi. [[Bretland|Bretar]] og aðrir [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] höfðu hertekið [[Bagdad]], [[Damaskus]] og [[Jerúsalem]] í stríðinu og meirihluta Tyrkjaveldis var skipt upp á milli evrópsku Bandamannanna. Á ráðstefnu í San Remo í apríl 1920 var [[Frakkland|Frökkum]] veitt verndarsvæði í [[Sýrland|Sýrlandi]] og Bretum í [[Palestína|Palestínu]] og [[Mesópótamía|Mesópótamíu]]. Þann 10. ágúst 1920 skrifuðu fulltrúar Mehmeds undir Sèvres-samninginn, sem viðurkenndi verndarsvæðin og sjálfstæði konungsríkisins Hejaz.
 
Tyrkneskir þjóðernissinnar höfnuðu friðarsáttmálunum sem fulltrúar soldánsins höfðu samþykkt. Ný ríkisstjórn, tyrkneska þjóðþingið undir stjórn [[Kemal Atatürk|Mústafa Kemal]], var stofnuð í [[Ankara]] þann 23. apríl 1920. Nýja ríkisstjórnin fordæmdi stjórn Mehmeds 6. og forystu Süleyman Şefik Pasja á soldánshernum. Fyrir vikið var bráðabirgðastjórnarskrá samin.