Munur á milli breytinga „Austurríki“

 
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti í hernaði í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum að Ítalíu þar sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir þess um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi var ekki hluti af þeim hugmyndum og því var ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu upp sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn í [[október]] [[1918]] án aðkomu Karls keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungsríkið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því var honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin tekin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll slavnesku landsvæðin sín. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri varð að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluti Tírol var hertekið af Ítalíu. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en núverandi stærð (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minni í sögu Habsborgarveldisins.
 
=== Fyrsta lýðveldið ===