Munur á milli breytinga „Austurríki“

m (Tók aftur breytingar 82.112.90.36 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Seitenverbesserer)
 
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins voru fáir sem trúðu á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið væri of lítið til að brauðfæra íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss en við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svissarar og bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum í Kärnten var einnig aðkvæðagreiðsla íbúanna um sameiningu við Slóveníu (og þarmeð Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
 
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan leyst upp [[1924]] og tekin upp skildingur (Schilling). Hin litla efnahagsuppsveifla varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur [[4. mars]] er hann leysti upp þingið. [[7. mars]] var [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldið allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjar uppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á völdum. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].