Munur á milli breytinga „Fyrri heimsstyrjöldin“

ekkert breytingarágrip
'''Fyrri heimsstyrjöldin''' (sem nefnt var '''heimsstríðið''' fyrir [[seinni heimsstyrjöldin]]a) var mannskætt stríð sem geysaði í [[Evrópa|Evrópu]] í fjögur ár. Stríðið hefur verið nefnt „stríðið mikla“ og „stríðið sem enda átti öll stríð“. Sá atburður sem miðað er við að marki upphaf stríðsins var morðið á [[Frans Ferdinand erkihertogi|Frans Ferdinand]] erkihertoga og ríkisarfa [[Austurríki]]s í [[Sarajevó]] þann [[28. júní]] [[1914]]. Átök hófust í [[ágúst]] 1914 og breiddust hratt út. Þegar upp var staðið lágu um tíu milljónir manna í valnum, um tuttugu milljónir höfðu særst og ótal manns misst heimili sín og lifibrauð. Stríðinu lauk með uppgjöf [[Þýskaland|Þjóðverja]] [[11. nóvember]] [[1918]]. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í [[Versalir|Versölum]] í [[Frakkland]]i hvar [[Versalasamningurinn]] var gerður.
 
Sigurvegarar í stríðinu voru [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] undir forystu [[Frakkland|Frakka]] en auk þeirra voru [[Bretland|Bretar]] og [[Rússland|Rússar]] (til [[1917]]) og síðar einnig [[Ítalía|Ítalir]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]]. Miðveldin voru [[Austurríki-Ungverjaland]], [[Þýskaland]], [[Búlgaría]] og [[Tyrkjaveldi|Ottómanveldið]].
 
Flestar orrustur í fyrri heimsstyrjöldinni voru háðar á [[Vesturvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|vesturvígstöðvunum]], lengst af í formi [[Skotgrafahernaður|skotgrafahernaðar]] en á milli andstæðra skotgrafa var svokallað „einskis manns land“. Skotgrafirnar náðu allt frá [[Norðursjór|Norðursjó]] að landamærum [[Sviss]]. Á [[Austurvígstöðvar (fyrri heimsstyrjöldin)|austurvígstöðvunum]] komu víðáttur [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og takmarkaðar járnbrautir í veg fyrir langvarandi skotgrafahernað og ollu meiri hreyfanleika víglínanna. Einnig voru háðar orrustur á hafi og neðansjávar með [[Kafbátahernaður|kafbátahernaði]] og í fyrsta sinn í [[Lofthernaður|lofti]]. Meira en níu milljónir hermanna létu lífið í orrustum og milljónir óbreyttra borgara fórust.