„Icesave“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætti við upplýsingum um lokagreiðslur Icesave með vísun í grein Indriða Þorlákssonar.
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 69:
== Dómur EFTA-dómsstólsins þann 28. janúar 2013 ==
[[EFTA-dómstóllinn]] sýknaði þann [[28. janúar]] [[2013]] Íslenska ríkið af öllum kröfum [[ESA]] í Icesave málinu. <ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/28/island_vann_icesave_malid/ Ísland vann Icesave-málið; af Mbl.is 28. janúar 2013</ref> Hægt er að nálgast dóm EFTA dómstólin [http://www.eftacourt.int/images/uploads/16_11_Judgment.pdf hér], og yfirlýsingu frá EFTA um málið á íslensku [http://www.eftacourt.int/images/uploads/16_11_PR_ICE.pdf hér].<ref>http://www.ruv.is/frett/island-vann-icesave-malid Ísland vann Icesave-málið; af ruv.is 28. janúar 2013</ref>
 
== Lokagreiðslur Icesave<ref>https://kjarninn.is/skodun/2016-05-02-uppgjorid-vegna-icesave/</ref> ==
Slita­stjórn þrotabús gamla Lands­bank­ans (LBI) lauk uppgjöri við for­gangskröfuhafa með greiðslu 11. jan­úar 2016.
 
Slita­stjórn LBI greiddi for­gangskröfur í búið með sex greiðslum frá 2. des­em­ber 2011 til 11. jan­úar 2016. Greiðsl­urnar voru sem hér seg­ir:
 
2. des­em­ber 2011       29,616% for­gangskrafna        409,9 millj­arðar króna
 
24. maí 2012               12,981% for­gangskrafna        172,3 millj­arða króna
 
5. október 2012            8,029% for­gangskrafna        80,0 millj­arða króna
 
12. sept­em­ber 2013      5,062% for­gangskrafna        67,2 millj­arðar króna
 
14. des­em­ber 2014     30,310% for­gangskrafna        402,7 millj­arða króna
 
11. jan­úar 2016           16,002% for­gangskrafna        210,6 millj­arðar króna
 
•    TIFF, íslenski inni­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn, greiddi Bretum um 68 milljón punda til viðbótar við greiðslur slita­bús­ins. Að greiðsl­u­m frá TIFF meðtöldum urð­u greiðslur til Breta vegna tryggðu Ices­ave reikn­ing­anna 131 milljónum punda eða 24,7 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra inni­stæðna sem þeir yfirtóku.
 
•    TIFF, íslenski inni­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn, greiddi Hol­lend­ingum um 46 milljón evra til viðbótar við greiðslur slita­bús­ins.  Að greiðslum frá TIFF urðu greiðslur til­ Hol­lend­inga vegna tryggðu Ices­ave reikn­ing­anna 203 milljónum evra eða 28,8 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra inni­stæðna sem þeir yfirtóku.  
 
== Tilvísanir ==