„Pizza“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.56 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
=== Öðruvísi pizzur ===
Pizza er í raun orðin alþjóðleg, þar sem auðvelt er að láta áleggið falla að smekk hinna ýmsu þjóða. Pizzurnar eru í grunnatriðum eins, en hráefnið getur verið ákaflega fjölbreytt, má þar nefna [[Ansjósa|ansjósur]], [[egg (matur)|egg]], [[ananas]], [[eggaldin]], [[lambakjöt]], [[kúskús]], [[Kjúklingur|kjúkling]], [[Fiskur|fisk]] og [[Skelfiskur|skelfisk]], kjöt matreitt á þjóðlegan hátt eins og [[Marokkó|marokkóskt]] lambakjöt, [[kebab]] eða jafnvel [[tikka masala]] kjúkling, og óhefðbundin krydd á við [[karr'i]] eða sæta [[Taíland|taílenska]] kryddsósu. Á „hvíta pizzu“ (''pizza bianca'') er ekki notuð tómatsósa, en í stað hennar er oft notað [[pestó]] eða [[mjólkurvörur]] á borð við [[Sýrður rjómi|sýrðan rjóma]].
 
Hawaii-pizza er bandarísk uppfinning, en áleggið á henni er yfirleitt tómatsósa, ostur, skinka og ananas. Ýmsir gera grín að Hawaii-pizzunni fyrir að vera afbrigði sem villtist of langt frá sínum ítalska uppruna, en aðrir fúlsa við henni vegna þeirra áhrifa sem sætur ananasinn hefur á bragðið.
 
Pizzur geta ýmist verið með þunnum brauðbotni (á ítalska vísu) eða með þykkara brauði (pönnupizza).