Munur á milli breytinga „Halldór Laxness“

(Tek aftur breytingu 1564623 frá 130.208.251.14 (spjall) - Kvikmyndin "Börn náttúrunnar" (1991) er ekki (!!) eftir bók Halldórs Laxness "Barn náttúrunnar" (1918).)
 
== Deilur um ævisögu Laxness ==
[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], [[prófessor]] sagði frá því opinberlega sumarið 2003, að hann væri að skrifa [[ævisaga|ævisögu]] Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á [[handrit]]adeild [[Þjóðarbókhlaðan|Þjóðarbókhlöðunnar]] og tókst það.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/09/27/skriflegt_leyfi_tharf_til_ad_skoda_skjol_halldors_l/ Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni] Morgunblaðið</ref> Ástæðan var sú að hún talditaldfsfsdfsdfsdfsdfshsdfgdshsdfgsdgshi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar ''Halldór'' kom út gagnrýndu [[Helga Kress]], prófessor, og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda.<ref>[http://notendur.hi.is/helga/Skjol/Eftir%20hvern.pdf „Eftir hvern“; Helga Kress tók saman]</ref> Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.
 
Haustið 2004 höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á [[íslensk höfundalög|lögum um höfundarrétt]]. Hannes var sýknaður í [[Héraðsdómur Reykjavíkur|Héraðsdómi Reykjavíkur]] 2006 en málinu var áfrýjað til [[Hæstiréttur|Hæstaréttar]] og þar var Hannes dæmdur árið 2008 fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Laxness. Var honum gert að greiða 1,5 milljónir króna í fébætur og 1,6 milljónir í málskostnað.
Óskráður notandi