„Helmut Schmidt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
== Æviágrip ==
=== Hermaður ===
Helmut Schmidt fæddist í 1918 í Hamborg og var af [[Gyðingar|gyðingaættum]]. Faðir hans, Gustav, var sonur verslunarmanns sem var gyðingur. Bæði Gustav og Helmut fölsuðu ættarbók sína til að sanna að þeir væru „hreinræktaðir“ aríar. Schmidt var aðeins 15 ára þegar nasistar komust til valda í [[Þýskaland]]i. Schmidt sjálfur ljóstraði ekki upp um fölsunina fyrr en [[1984]], tveimur árum eftir að hann lét af embætti sem kanslari. Hann var tekinn í herinn [[1939]] og þjónaði á austurvígstöðvunum. Þar tók hann þátt í umsátrinu um [[St. Pétursborg|Leningrad]]. Við stríðslok var Schmidt kominn á vesturvígstöðvarnar. Þar var hann yfirmaður og sem slíkur handtekinn af [[Bretland|Bretum]] og settur í fangabúðir í [[Belgía|Belgíu]]. Eftir stríð nam hann [[hagfræði]] í háskólanum í Hamborg og útskrifaðist [[1949]]. Samfara því gekk Schmidt í sósíaldemókrataflokk þýskalandsÞýskalands. [[1953]] var hann kosinn á þing í fyrsta sinn og starfaði sem þingmaður fyrir sambandslandið Hamborg til ársins [[1962]].
 
=== Hamborg ===
Lína 15:
=== Kanslari ===
[[Mynd: Bundesarchiv Bild 183-Z1212-049, Döllnsee, Erich Honecker und Helmut Schmidt.jpg|thumb|Helmut Schmidt og [[Erich Honecker]] leiðtogi Austur-Þýskalands á fundi 1981]]
1974 sagði Willy Brandt af sér sem kanslari. Þingið kaus þá Helmut Schmidt nýjan kanslara þ. [[16. maí]] sama ár. Hann varð því fimmti kanslari Vestur-Þýskalands. Fyrsta erfiða málið sem hann þurfti að glíma við var olíukrísan. Í Evrópumálum átti starfaði hann náið saman með [[Frakkland]]sforseta [[Valéry Giscard d'Estaing]], en þeir áttu mikinn þátt í stofnun evrópska myntbandalagsins. Árangurinn af því var seinna meir [[Evra]]n. Schmidt og Giscard d’Estaing áttu einnig mestan heiður af stofnun [[G7]]-hópsins, þ.e. samstarf sjö helstu iðnríkja heims. Schmidt var einn ötullasti vestræni leiðtoginn sem benti á mögulega hættu í [[Evrópa|Evrópu]] af vopnatilburðum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Því samþykkti hann að leyfa [[Bandaríkin|Bandaríkjamönnum]] að staðsetja meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Sú ákvörðun var mjög umdeild, einnig innan eigin flokks. Að lokum varð þetta mál til þess að SPD klofnaði og stofnuðu þeir sem frá hurfu [[Græningjar|græningjaflokkinn]] í Þýskalandi. Samþykki um að fjarlægja allar meðaldrægar eldflaugar var ekki undirritað fyrr en í [[Reykjavík]] [[1987]]. En einnig í efnahagsmálum kom Schmidt sér í vandræði. Síðsumars [[1982]] sögðu allir ráðherrar samstarfsflokksins í ríkisstjórn, flokks frjálslyndra demókrata [[FDP]], af sér og var Schmidt þá allt í einu kanslari í minnihlutastjórn. Hann tók því að sér utanríkisráðuneytið samfara kanslaraembættinu. En allt kom fyrir ekki. [[1. október]] 1982 var vantrauststillaga á hendur honum samþykkt í þinginu og þar með lauk kanslaraferli Helmut Schmidts. Nýr kanslari varð [[Helmut Kohl]]. Schmidt hefurvarð síðan verið einn útgefanda tímaritsins ''Die Zeit''.
 
== Fjölskylda ==
Lína 22:
== Eitt og annað ==
[[Mynd: Bundesarchiv B 145 Bild-F051012-0010, Bonn, Empfang Staatspräsident von Frankreich.jpg|thumb|Schmidt og Giscard d’Estaing Frakklandsforseti voru góðir vinir]]
* Helmut Schmidt ervar stórreykingamaður og alræmdur sem slíkur. Honum hefurleyfðist þó alltaf leyfst að reykja á opinberum stöðum, jafnvel þar sem reykingabann er í gildi. Meira að setja í sjónvarpi og viðtölum ervar hann þekktur fyrir að kveikja í sígarettu og reykja. Eingöngu í þingsal þýska þingsins (''Bundestag'') hefurhélt hann haldið aftur af sér og notaðnotaði neftóbak í staðinstaðinn. Skoðun hans á almennu reykingabanni á opinberum stöðum ervar sú að þetta erværi aðeins tímabundin loftbóla (''vorübergehende gesellschaftliche Erscheinung'').
* Helmuth Schmidt var góðvinur Valérys Giscard d’Estaing og [[Henry Kissinger|Henrys Kissingers]]. Kissinger sagði eitt sinn að hann vonaðist til að deyja á undan Schmidt, því hann gæti ekki hugsað sér að lifa í heimi án hans.
* Schmidt þótti góður tónlistarmaður og spilaði vel á [[orgel]] og [[píanó]].