„Saga Kópavogs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 89:
 
== Kaupstaður ==
Fyrst var kosið í bæjarstjórn í október 1955 eftir að kaupstaðarréttindi tóku gildi í maí það ár. Líkt og í öllum þremur hreppsnefndarkosningunum hélt meirihluti Framfarafélagsins við stjórnvölinn eftir það undir forystu [[Finnbogi Rútur Valdimarsson|Finnboga Rúts Valdimarssonar]] og það var ekki fyrr en 1962 að breyting varð á þegar [[Framsóknarflokkurinn]] gekk í lið með þeim til að mynda meirihluta og svo síðar [[Sjálfstæðisflokkurinn]]. Til að byrja með fundaði bæjarstjórn í Kópavogsskóla enog síðar í Félagsheimili Kópavogs þar sem bæjarskrifstofurnar eru enn. Fyrsta stóra ágreiningsmál bæjarstjórnar var tillaga um að sameina Reykjavík og Kópavog en sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn.
 
Fyrst var kosið í bæjarstjórn í október 1955 eftir að kaupstaðarréttindi tóku gildi í maí það ár. Líkt og í öllum þremur hreppsnefndarkosningunum hélt meirihluti Framfarafélagsins við stjórnvölinn eftir það undir forystu [[Finnbogi Rútur Valdimarsson|Finnboga Rúts Valdimarssonar]] og það var ekki fyrr en 1962 að breyting varð á þegar [[Framsóknarflokkurinn]] gekk í lið með þeim til að mynda meirihluta og svo síðar [[Sjálfstæðisflokkurinn]]. Til að byrja með fundaði bæjarstjórn í Kópavogsskóla en síðar í Félagsheimili Kópavogs þar sem bæjarskrifstofurnar eru enn. Fyrsta stóra ágreiningsmál bæjarstjórnar var tillaga um að sameina Reykjavík og Kópavog en sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn.
 
Í bæjarstjórnartíð sinni lagði Finnbogi mikla áherslu á að opinberar byggingar í bænum stæðu efst á Digraneshálsi, en það er ólíkt því sem var með flesta bæi landsins á þessum tíma. Víðast hvar í rótgrónari byggðarlögum voru opinberar stofnanir oftast niður við sjó eða í dalverpum, í lægi undan vindi og veðrum. Þetta viðhorf Finnboga hafði mikil áhrif á mótun bæjarmyndarinnar. Árið 1957 keypti Kópavogsbær land Digraness og Kópavogs og gat þá skipulagt það til lengri tíma. Á áratugunum á eftir var hröð uppbygging í innviðum svo sem menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á sama tíma varð mikill vöxtur í ýmiss konar iðnaði og þjónustu í bænum. Í lok 9. áratugarins voru aðalatvinnugreinar í Kópavogi húsgagnaiðnaður, matvælaiðnaður, bifreiðaumboð og almenn verslun.<ref name="kaupstadur">Ándrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson (ritstj.), ''Saga Kópavogs - Þættir í kaupstaðarsögunni 1955-1985'' (Lionsklúbbur Kópavogs, 1990).</ref>