„Anne Boleyn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Æviágrip==
Anne var dóttir Thomas Boleyn jarls af Wiltshire, og eiginkonu hans, Elizabeth Boleyn greifynju af Wiltshire. Hún var menntuð í Hollandi og Frakklandi, aðallega sem þerna fyrir [[Claude af Bretagne|Claude]] Frakkaprinsessu. Anne sneri aftur til Englands árið 1522 til að giftast írskum frænda sínum, James Butler jarli af Ormond. Wolsey kardínáli lét aflýsa brúðkaupi þeirra og Anne varð þesþess í stað heiðursþerna eiginkonu Hinriks 8., [[Katrín af Aragóníu|Katrínar af Aragóníu]].
 
Snemma árið 1523 var Anne leynilega trúlofuð Henry Percy, syni jarlsins af [[Norðymbraland|Norðymbralandi]] en Wolsey kardináli lét einnig ógilda þá trúlofun í janúar 1524 og Anne var send heim til Heverkastala. Í febrúar/mars árið 1526 fór Hinrik 8. að gera hosur sínar grænar fyrir Anne. Hún stóðst daður hans og neitaði að verða frilla hans – líkt og systir hennar, María, hafði verið. Brátt varð Hinrik gagntekinn af því að ógilda hjónaband sitt við Katrínu drottningu til þess að geta gifst Anne. Þegar ljóst varð að [[Klemens 7.]] [[páfi]] væri ófáanlegur til að ógilda hjónabandið hófst upplausn [[Kaþólska kirkjan|kaþólsks valds]] í Englandi. Árið 1532 gerði Hinrik Anne að markgreifynju Pembroke.