Munur á milli breytinga „Raymond Poincaré“

Í lok ársins 1917 gaf Poincaré hatrömmum andstæðing sínum, [[Georges Clemenceau]], umboð til stjórnarmyndunar. Poincaré og Clemenceau höfðu lengi eldað grátt silfur saman en Poincaré sá þó og dáðist að festu og hörku í fari Clemenceau. Eftir að Clemenceau settist á ráðherrastól var Poincaré að mestu ýtt út af valdasviði styrjaldarinnar.
 
Á síðustu vikum stríðsins sammældust þeir [[Philippe Pétain]] um að réttast væri að hrekja her Þjóðverja innst inn í Þýskaland áður en samið yrði um vopnahlé.<ref>Margaret MacMillan, ''Peacemakers. The Paris Conference of 1919 and Its Attempt to End War'' (John Murray, 2003), bls. 42.</ref> Úr því varð ekki og að endingu var samið um frið árið 1918 án þess að neinn hluti landsins væri hernuminn. Við gerð [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]] kallaði Poincaré eftir því að [[RínardalurRínarland-Pfalz|Rínarlandið]] yrði hernuminnhernumið af Bandamönnum til þess að skapa frekari vörn milli Frakklands og Þýskalands. [[Ferdinand Foch]] hvatti Poincaré til þess að notfæra sér stjórnarskrárbundin völd sín til að taka við viðræðustólnum af Clemenceau af ótta við að Clemenceau gengi ekki nógu hart fram og myndi ekki ná að tryggja öryggi Frakklands.<ref>MacMillan, bls. 212.</ref> Þetta gerði Poincaré ekki og var nærri því búinn að segja af sér sem forseti þegar Clemenceau fékk samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir sínum friðarskilmálum.<ref>MacMillan, bls. 214.</ref>
 
===Eftir stríðið===