„Benito Juárez“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 9:
Hann er í dag „táknmynd mexíkóskrar þjóðernishyggju og andspyrnu á móti erlendum afskiptum.“<ref>Stevens, "Benito Juárez", 333.</ref> Juárez var raunsær og kænn stjórnmálamaður sem þó var umdeildur bæði á meðan hann lifði og eftir hans daga. Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að Mexíkó ætti í vinsamlegu sambandi við [[Bandaríkin]] og tókst að tryggja stuðning þeirra við frjálslyndisstjórn hans á meðan umbótastríðinu stóð. Hann hagræddi oft stjórnmálaskoðunum sínum á ferli sínum en veik aldrei frá gildum eins og yfirburðum veraldlegs valds yfir [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunni]] og hernum; virðingu við lögum; og afpersónuvæðingu stjórnmálalífs.<ref>Hamnett, ''Juárez''. bls. 238-39.</ref> Á ævi hans reyndi hann að styrkja ríkisstjórnina og miðstjórn alríkisins yfir fylkjunum, sem gerði hann lítt vinsælan meðal frjálslyndra manna á landsbyggðinni og róttæklinga.<ref>Hamnett, "Benito Juárez" bls. 721.</ref> Þótt hann hafi verið harðlega gagnrýndur á líftíma sínum hefur hlutverk hans í sögu Mexíkó gert hann að þjóðhetju landsins.<ref>Charles A. Weeks, ''The Juárez Myth in Mexico''. Tuscaloosa: University of Alabama Press 1987.</ref>
 
Afmælisdagur Juárez er almennur frídagur í Mexíkó og hátíð föðurlandsvina þar í landi. Mexíkóski sagnfræðingurinn Enrique Krauze segir um hann: „Án þesþess að taka tillit til ævisögu Juárez getum við hvorki vonast til að skilja sigur frjálslyndra í umbótastríðinu né farveg sögu Mexíkó á nítjándu öldinni.“<ref>Krauze, ''Mexico: Biography of Power'', chapter 8, "The Indian Shepherd and the Austrian Archduke," bls. 160.</ref>
 
==Tilvísanir==