„Ungtyrkir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Eftir árið 1908 byrjaði stjórnmálaflokkur Ungtyrkja, Samstöðu- og framfaranefndin („İttihat ve Terakki Cemiyeti“),<ref>Balakian (2003), bls. 143</ref> að koma á nútímavæðingu og félagsumbótum í Tyrkjaveldi. Ágreiningur fór þó fljótt að myndast innan flokksins og brátt klufu margir frjálslyndari Ungtyrkirnir sig úr honum og mynduðu Frelsis- og samlyndisflokkinn í stjórnarandstöðu. Þeir sem héldu sig í Samstöðu- og framfaranefndinni voru aðallega hlynntir tyrkneskri [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og aukinni miðstýringu.<ref>Wilson, Mary Christina, [https://books.google.com/books?id=yUGYsBRpqPkC&pg=PA19 King Abdullah, Britain and the Making of Jordan] (1990), Cambridge University Press, bls. 19</ref> Eftir valdabaráttu milli flokkanna allt árið 1912 hafði Samstöðu- og framfaranefndin rangt við í þingkosningum til að ná fram kosningasigri. Frelsis- og samlyndisflokkurinn gripu til vopnaðrar uppreisnar í kjölfarið.
 
Baráttunni milli þessara tveggja fylkinga Ungtyrka lauk í janúar árið 1913 þegar miðstjórn Samstöðu- og framfaranefndarinnar framdi valdarán. Úr valdaráninu varð til einræðisstjórn þremenningabandalags [[Talaat Pasja]] innanríkisráðherra, [[Enver Pasja]] hermálaráðherra og [[Djemal Pasja]] flotamálaráðherra. „Pasjarnir þrír,“ eins og þeir urðu kallaðir, fóru með öll völd í Tyrkjaveldi frá árinu 1913 til 1918. Á þeim tíma komu þeir á nánu samstarfi við [[Þýskaland|þýska keisaradæmið]] og gengu að endingu við bandalag við Þjóðverja gegn bandamönnum í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]<ref>Akçam (2006), bls. 153</ref> Á meðan Tyrkjaveldi barðist í styrjöldinni stóð stjórn pasjanna þriggja einnig fyrir [[Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum|þjóðarmorði Tyrkja á Armenum]].<ref>Akçam (2012) Young Turks’ Crime Against Humanity : The Armenian Genocide and Ethnic Cleansing in the Ottoman Empire, Princeton University Press, Princeton, [[New Jersey|NJ]], bls. 203</ref> Eftir ósigur Tyrkja í stríðinu byrjaði baráttan milli fylkinga Ungtyrkja á ný. Frelsis- og samlyndisflokkurinn náði aftur höldum á ríkisstjórn Tyrkjaveldisins og neyddi pasjana þrjá til að flýja land. Framfara- og samlyndisstjórnin var þó stuttlíf því Tyrkjaveldi hrundi stuttu síðar.
 
Hugtakið „Ungtyrki“ er í dag notað um „framfarasinna, byltingarmenn eða uppreisnarsama meðlimi í samtökum eða stjórnmálaflokki, sérstaklega þeim sem kalla eftir róttækum umbótum.“ <ref>[http://www.dictionary.com/browse/young-turk| Dictionary.com], HarperCollins Publishers, 10. útgáfa, skoðað 18. júlí 2017</ref> Því eru til ýmsir flokkar í mörgum löndum sem kenna sig við Ungtyrki.