„Aleksandr Kerenskíj“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
===Októberbyltingin===
[[File:Kerensky.jpg|right|thumb|Kerenskij í skrifstofu sinni.]]
Kerenskij hafði úthlutað vopnum til verkamanna í Pétursborg eftir valdaránstilraun Kornilov. Í nóvember voru þessiþessir verkamenn flestir gengnir til liðs við Bolsévika. Dagana 6.–7. nóvember (25.–26. október á gregorísku tímatali) hleyptu Bolsévikar af stað [[Októberbyltingin|nýrri byltingu]]. Í borginni studdi nánast enginn ríkisstjórn Kerenskij. Aðeins ein herdeild, fyrsta kvennaherdeild Pétursborgar, barðist með ríkisstjórninni gegn Bolsévikum en var fljótt sigruð af mun stærri herafla byltingarmanna.<ref>[http://russiasgreatwar.org/media/military/women_soldiers.shtml Women Soldiers in Russia's Great War], Great War, 23. júlí 2017</ref> Það tók Bolsévika innan við 20 klukkustundir að ná tökum á ríkisstjórninni.
 
Kerenskij komst undan og flúði til Pskov, þar sem hann safnaði liði og reyndi að leiða gagnárás til að endurheimta Pétursborg. Liðssveit hans tókst að hertaka Tsarkoe Selo en var sigruð næsta dag við Pulkovo. Kerenskij tókst með naumindum að flýja og faldi sig næstu vikurnar áður en hann flúði land og kom loks til Frakklands. Í [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] studdi hann hvoruga fylkinguna því hann var andsnúinn bæði Bolsévikum og hvítliðum.