Munur á milli breytinga „Jawaharlal Nehru“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
Þjóðarráðið kaus Nehru í embætti fyrsta forsætisráðherra sjálfstæðs Indlands, en í raun hafði verið ljóst að Nehru yrði fyrir valinu frá árinu 1941 þegar Gandhi útnefndi Nehru sem eftirmann sinn. Sem forsætisráðherra vann Nehru að því að gera hugsjón sína um Indland að veruleika. Stjórnarskrá Indlands var viðurkennd árið 1950 og Nehru kom af stað metnaðarfullum efnahags-, samfélags- og stjórnmálaumbótum. Hann stýrði umbreytingu Indlands úr nýlendu í lýðveldi og þróun lýðræðislegs fjölflokkakerfis. Í utanríkismálum varð hann einn leiðtogi [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtaka hlutlausra ríkja]] og gerði Indland að helsta veldi Suður-Asíu.
 
Undir stjórn Nehru varð indverska þjóðarráðið að þungavigtinni í ríkis- og fylkisstjórnmálum Indlands og vann sigra í kosningum árin 1951, 1957 og 1962. Nehru var ávallt vinsæll meðal Indverja þrátt fyrir pólitísk vandamál síðustu stjórnarár hans og fyrir ósigur Indverja í stríði við KónaKína árið 1962. Afmælisdegi hans er fagnað í Indlandi sem ''Bal Diwas'' eða „barnadegi“.
 
==TIlvísanir==