„Muhammad Ali Jinnah“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 5:
Jinnah fæddist í Wazir-setri í [[Karachi]] og nam lögfræði í Lincoln's Inn í [[London]]. Þegar hann sneri aftur til [[Indland]]s varð hann meðlimur í hæstarétti [[Bombay]] og fékk áhuga á stjórnmálum landsins, sem hann sneri sér brátt alfarið að í stað lögfræðistarfa. Jinnah komst til metorða í indverska þjóðarráðsflokknum á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Snemma á stjórnmálaferli sínum mælti Jinnah með samstöðu indverskra [[Hindúatrú|hindúa]] og [[Íslam|múslima]] og stóð árið 1916 að gerð Lucknow-sáttmálans á milli indverska þjóðarráðsins og Múslimabandalagsins, sem miðaði við að flokkarnir skyldu vinna saman að því að setja þrýsting á Breta að gefa Indverjum aukið sjálfstæði. Jinnah varð einn helsti leiðogi indverska Heimastjórnarbandalagsins og lagði til fjórtán punkta stjórnarskrárumbætur til að vernda pólitísk réttindi múslima. Árið 1920 sagði Jinnah hins vegar upp þingsæti sínu þegar þingið féllst á að fylgja aðferðafræði „satyagraha“, sem Jinnah taldi líkast pólitísku stjórnleysi.
 
Árið 1940 var Jinnah kominn á þá skoðun að múslimar [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]] ættu að stofna eigið þjóðríki. Það ár gaf Múslimabandalagið, undir stjórn Jinnah, út Lahore-tilkynninguna þar sem þeir kröfðust eigin ríkis. Í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] óx bandalaginu ásmegin þegar leiðtogar indverska þjóðarráðsflokksins voru fangelsaðir í kjölfar „Út úr Indlandi“-hreyfingarinnar sem [[Mohandas Gandhi]] hafði staðið fyrir. Jinnah fordæmdi hreyfinguna og hvatti þess í stað til þess að sjálfstæði Indlands yrði frestað þar til eftir stríðslok. Auk þess hvatti hann indverska múslima til þess að skrá sig í Bretaher og berjast ásamt Bretum gegn Öxulveldunum.<ref>[http://www.ruv.is/frett/70-ar-fra-thvi-indland-klofnadi-i-tvennt 70 ár frá því Indland klofnaði í tvennt], RÚV, ''Í ljósi sögunnar'', sótt 28. ágúst 2017.</ref> Með þesu styrkti Jinnah mjög samningsstöðu sína gagnvart Bretum eftir stríð og í kosningum stuttu eftir stríðslok vann þaðbandalagið undir hans stjórn flest þingsæti sem ætluð voru múslimum. ÞinginuÞjóðarráðsflokknum og Múslimabandalaginu tókst ekki að komast að samkomulagi um stjórn sameinaðs Indlands og því sammældust allir flokkarnir um að stefna skyldi að sjálfstæði tveggja ríkja; Indlands þar sem hindúar yrðu í meirihluta og Pakistan fyrir múslima.
 
Sem fyrsti ríkisstjóri Pakistan vann Jinnah að því að setja á fót ríkisstjórn og stefnumál nýju þjóðarinnar. Eitt helsta verkefnið var að aðstoða þær milljónir múslima sem höfðu flust búferlum frá Indlandi til Pakistan eftir sjálfstæði beggja þjóðana. Jinnah skipulagði sjálfur stofnun flóttamannabúða fyrir innflytjendurna. Jinnah lést í september 1948, þá 71 árs að aldri, rúmu ári eftir að Pakistan hlaut sjálfstæði frá [[Bretland|Bretlandi]]. Hann er enn mjög virtur meðal Pakistana og fjöldi gatna, bygginga og háskóla bera enn nafn hans.