Munur á milli breytinga „Fríða Á. Sigurðardóttir“

Jók við textann
m (Bot: Flyt 9 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q275908)
(Jók við textann)
'''Fríða Áslaug Sigurðardóttir''' ([[11. desember]] [[1940]] – [[7. maí]] [[2010]]) var íslenskur [[rithöfundur]]. Hún hlaut [[íslensku bókmenntaverðlaunin]] [[1990]] fyrir skáldsöguna ''[[Meðan nóttin líður]]'' og síðan [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs]] [[1992]] fyrir sömu bók. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
 
Fríða fædd­ist á [[Hesteyri]] í Sléttu­hreppi á Horn­strönd­um 11. des­em­ber 1940 og var hún næstyngst 13 systkina. For­eldr­ar henn­ar voru Stef­an­ía Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­móðir (f. 22.6. 1897, d. 17.11. 1973) og Sig­urður Sig­urðsson, bóndi og verkamaður (f. 28.3. 1892, d. 9.5. 1968). Fríða lauk stúd­ents­prófi frá ML árið 1961, BA-prófi frá Há­skóla Íslands 10 árum síðar og loks cand. mag.-prófi í ís­lensku frá HÍ 1979. Hún starfaði sem bóka­vörður á Há­skóla­bóka­safni og Am­er­íska bóka­safn­inu frá 1964-1970, var deild­ar­full­trúi við heim­speki­deild HÍ frá 1971-1973 og stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands og Kenn­ara­há­skóla Íslands frá 1973-1975.
Fríða var systir [[Jakobína Sigurðardóttir|Jakobínu Sigurðardóttur]] skáldkonu.
 
Allt frá ár­inu 1978 fékkst hún fyrst og fremst við ritstörf en sinnti einnig próf­arka­lestri, þýðing­um o.fl.
* Fyrsta bók Fríðu, smá­sagna­safnið ''Þetta er ekk­ert al­var­legt'', kom út árið 1980.
* Í kjöl­farið sendi Fríða frá sér fjölda smá­sagna og skáld­sagna auk þýðinga á verk­um er­lendra höf­unda.
* Skáld­saga henn­ar ''Meðan nótt­in líður'' (1990) hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in 1991 og Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs 1992, eins og fyrr er nefnt.
* Síðasta verk Fríðu var skáld­sag­an ''Í húsi Júlíu'' sem kom út í októ­ber 2006.
* Eft­ir Fríðu birt­ist einnig fjöldi greina um bók­mennt­ir í blöðum og tíma­rit­um auk þess sem hún sendi frá sér rit­gerð um leik­rit [[Jökull Jakobsson|Jök­uls Jak­obs­son­ar]].
 
Verk Fríðu hafa verið þýdd á fjölda tungu­mála, þar á meðal ensku, tékk­nesku, þýsku og Norður­landa­mál­in.
Hún var heiðurs­fé­lagi í [[Rithöfundasamband Íslands|Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands]].
 
Fríða gift­ist eig­in­manni sín­um, Gunn­ari Ásgeirs­syni yfir­kenn­ara (f. 1937), árið 1959 og voru þau bú­sett í Reykja­vík.
 
Fríða varer systir [[Jakobína Sigurðardóttir|Jakobínu Sigurðardóttur]] skáldkonu.
 
== Tengt efni ==
Óskráður notandi