„Meiji keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
==Valdatíð==
 
Valdatíð keisarans var nefnd Meiji-tímabíliðtímabilið (tímabil „upplýstrar ríkisstjórnar“ eða „upplýstra stjórnmála“) og er gjarnan líkt við öld [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] í Evrópu á 18. öld. Þetta var tímabil róttækra umbóta sem gerðu Japan kleift að létta á einangrunarstefnunni sem Tokugawa-sjógunarnir höfðu viðhaldið frá 17. öld, snúa sér til vesturs, iðnvæðast og umbylta samfélags- og efnahagskerfi sínu. Með [[Meiji-endurreisnin|Meiji-endurreisninni]] fór Japan að nútímavæðast, opnast fyrir umheiminum og gera út af við lénskerfið. Meiji setti af sjógunaveldið og kom á japönsku þingi og [[stjórnarskrá]]. Hann nam úr gildi stéttaskiptingu, úthlutaði jarðeignum til bænda, kom á skólaskyldu og sendi nemendur í fjarnám til erlendra háskóla. [[Samúræi|Samúræjar]] voru innlimaðir inn í japanska herinn, sem naut þjálfunar [[Prússland|prússneskra]] herforingja.<ref>Welch, Claude Emerson. (1976). [http://books.google.com/books?id=JcTXLxWeZ00C&pg=PA161&dq=Klemens+Wilhelm+Jacob+Meckel&lr=&client=firefox-a&sig=ACfU3U2FAsuxwdVOBkW_SurRQK9CIYa8Aw ''Civilian Control of the Military: Theory and Cases from Developing Countries,'' p. 161.]</ref> Japanski herflotinn var endurnýjaður og nútímavæddur undir stjórn Meiji og átti eftir að vinna Japönum glæsta sigra gegn Kínverjum og Rússum.
 
Árið 1905, í [[Stríð Rússa og Japana|stríði Rússa og Japana]], hertók japanski flotinn rússnesku herstöðina Port-Arthur í suðurhluta [[Mansjúría|Mansjúríu]] við Kínahaf, einu austurhöfn Rússa sem allt árið var laus við [[hafís]]. Rússar þurftu á þessari höfn að halda til að viðhalda Síberíujárnbrautarlínunni og ríkisstjórn [[Nikulás 2.|Nikulásar 2. Rússakeisara]] tók þá ákvörðun að endurheimta hana með því að senda eigin flota alla leið frá [[Eystrasalt|Eystrasalti]] suður fyrir [[Góðrarvonarhöfði|Góðrarvonarhöfða]]. Flotar Rússa og Japana mættust í sjóorrustu við Tsúsima þar sem Japanir unnu stórsigur og gereyddu rússneska flotanum í maí 1905. Í kjölfar sigursins gegn Rússum hertóku Japanir [[Kórea|Kóreu]], Port-Arthur og hluta Kúrileyja. Rússar neyddust til að hafa sig burt frá Mansjúríu, sem varð áfram hluti af Kína en undir miklum áhrifum Japana.