Munur á milli breytinga „Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“

m
ekkert breytingarágrip
m
'''Armed Forces Radio and Television Service Keflavik''' eða '''AFRTS Keflavik''' (áður '''Radio TFK''') eða '''Kanaútvarpið/Kanasjónvarpið''' eða '''Keflavíkursjónvarpið''', eins og það var almennt nefnt af [[Ísland|Íslendingum]], var [[útvarp]]sstöð [[Varnarliðið á Íslandi|Varnarliðsins]] á [[Keflavíkurstöðin]]ni á [[Suðurnes]]jum sem starfaði frá [[1951]] til [[2006]] þegar herstöðinni var lokað.
 
Skilgreint hlutverk stöðvarinnar var að senda út skemmtiefni til upplyftingar hermönnum og starfsfólki hersins á starfsstöðvum hersins á Íslandi. Dagskrá stöðvarinnar byggðist fyrst og fremst upp afá vinsælu bandarísku útvarps- og sjónvarpsefni, en hluti dagskrárinnar voru sérstakir upplýsingaþættir framleiddir af [[Pentagon]] sem af þótti nokkur [[áróður]]skeimur. Einnig framleiddi stöðin sitt eigið efni, aðallega [[fréttir]] og [[veðurfréttir]]. Stöðin var hluti af útvarpsnetinu [[Armed Forces Network]] sem starfar á herstöðvum Bandaríkjamanna um allan heim. Rekstraraðili stöðvarinnar var ''Navy Media Center (NMC) Broadcasting Detachment'' í Keflavík en megnið af efninu var fengið frá AFRTS sem sá um innkaup og framleiðslu á efni.
 
Þegar stöðinni var lokað í september 2006 störfuðu þar 25 manns, þar af þrír íslenskir tæknimenn.
[[Flokkur:Bandaríkjaher]]
[[Flokkur:Íslenskir fjölmiðlar]]
{{sa|1951|2006}}
43.484

breytingar