Munur á milli breytinga „Peter Foote“

160 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q7174032)
 
Peter Foote starfaði mikið innan [[Víkingafélagið í London|Víkingafélagsins í London]] ([[Viking Society for Northern Research]]) frá 1952, var ritari og tvisvar forseti félagsins 1974–1976 og 1990–1992, og ritstjóri tímaritsins, [[Saga-Book]], 1952–1976.
 
Hann var heiðursfélagi [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hins íslenska Bókmenntafélags]] og var þrisvar sæmdur [[Fálkaorðan|Fálkaorðunni]]. Hann var heiðursdoktor við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] (28. febrúar 1987), og við [[Uppsalaháskóli|Uppsalaháskóla]], og var félagsmaður í mörgum vísindafélögum.
 
Peter Foote átti nána samleið með [[Stofnun Árna Magnússonar]] og systurstofnun hennar í Kaupmannahöfn. Hann hafði frábær tök á íslensku, átti hér marga vini og var hér stundum kallaður Pétur Fótur.
 
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/files/17482197.pdf#navpanes=1&view=FitH Fjórir kjörnir heiðursdoktorar. — Morgunblaðið 3. mars 1987.]
* [http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/obituaries/article6873187.ece Minningarorð á vef The Times]