Munur á milli breytinga „Mohandas Gandhi“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 2 árum
ekkert breytingarágrip
| þyngd =
}}
[[Mynd:Gandhi and Kasturbhai 1902.jpg|thumb|left|250px|Gandhi og konan hans [[Kasturba Gandhi|Kasturba]] árið 1902.]]
'''Mohandas ''Mahatma'' Karamchand Gandhi''' (Devanagarí/Hindí: मोहनदास करमचन्द गांधी; [[gújaratí]]: મોહનદાસ કરમચંદ ગાંધી; [[2. október]] [[1869]] – [[30. janúar]] [[1948]]) var pólitískur leiðtogi Indverja sem fór fyrir sjálfstæðishreyfingu [[Indland]]s og friðsamlegri baráttu Indverja fyrir sjálfstæði frá [[Bretland|Bretum]], hreyfingu sem tugir milljóna Indverja tóku þátt í. Allt hans líf hryllti hann við tilhugsunina um [[ofbeldi]] og [[hryðjuverk]]. Heimspeki hans var friðsamleg, [[Satyagraha]] (''viðleitni til að komast að sannleika'' / ''sálar kraftur'') hafði áhrif á friðsamlegar fjöldahreyfingar innan lands sem utan. Hann fæddist inn í "[[vaishya]]" [[stétt]], stétt kaupsýslumanna. Foreldrar hans voru Karamchand Gandhi og fjórða kona hans Putlibai. Gandhi giftist Kasturbai Makharji árið 1883 þau áttu fjóra syni; Harilal Gandhi, f 1888, Manilal Gandhi, f 1892, Ramdas Gandhi, f 1897 og Devdas Gandhi, f. 1900.
 
== Menntun ==
[[Mynd:Gandhi and Kasturbhai 1902.jpg|thumb|left|250px|Gandhi og konan hans [[Kasturba Gandhi|Kasturba]] árið 1902.]]
Árið 1887 innritaðist Gandhi í Háskólann í Mumbai (þáverandi Bombey) ári síðar, eða 19 ára gamall hélt Gandhi til [[England]]s með það fyrir augum að ljúka námi sínu til málafærslumanns frá [[Londonháskóli|Londonháskóla]]. Í London gerðist hann [[grænmetisæta]]. Þegar hann snéri aftur til Indlands að loknu námi með aðild að bresku lögmannasamtökunum upp á vasann var lítið um laus störf fyrir lögfræðinga. Hann reyndi fyrir sér sem lögfræðingur í Bombey en gekk illa. Gandhi þáði boð um eins árs starf hjá indversku fyrirtæki í Natal í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] árið 1893.