„Þýska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Þýska keisaraveldið''', formlega nefnt '''Deutsches Reich''' á [[Þýska|þýsku]],<ref>[http://de.wikisource.org/wiki/Verfassung_des_Deutschen_Reiches_(1871) Þýska stjórnarskrá ársins 1871], skoðað 23. júlí 2017.</ref> var [[Þýskaland|þýskt]] [[þjóðríki]] sem varð til við [[Stofnun Þýskalands|sameiningu Þýskalands]] árið 1871 og leystist upp þegar [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari]] steig af stóli árið 1918 og Þýskaland varð [[Weimar-lýðveldið|lýðveldi]].
 
Þýska keisaraveldið samanstóð af 26 fylkjum sem flest lutu stjórn konungsfjölskylda. Þar á meðal voru fjögur [[konungdæmi]], sex [[stórhertogadæmi]], fimm [[hertogadæmi]], sjö [[furstadæmi]], þrjú frjáls [[borgríki]] og ein landeign keisarans. Þótt [[Prússland|prússneska konungdæmið]] hafi orðið aðeins eitt margra konungdæma í nýja ríkinu bjó það yfir mestum mannfjölda og landsvæði og var því þungavigtin innan keisaradæmisins sem tók flestar ákvarðanir. PrússneskPrússneskar áhrifhugmyndir höfðu líka mikil áhrif á þýska menningu.
 
Frá árinu 1850 höfðu þýsku ríkin iðnvæðst ört, sérstaklega með tilliti til [[Kol|kola]]- [[Járn|járn]]- og [[Stál|stálvinnslu]], efnafræðirannsókna og byggingu [[Járnbraut|járnbrauta]]. Árið 1871 bjuggu 41 milljón manns í þýska ríkinu og árið 1913 taldi ríkið um 68 milljónir. Árið 1815 höfðu þýsku ríkin fyrst og fremst verið dreifbýli en Þýskaland sameinað varð fyrst og fremst þéttbýlt.<ref>J. H. Clapham, ''The Economic Development of France and Germany 1815–1914'' (1936)</ref> Í þau 47 ár sem þýska keisaraveldið var til var það iðn-, tækni-, og vísindarisi sem vann til fleiri [[Nóbelsverðlaun|Nóbelsverðlauna]] fyrir vísindi en nokkuð annað land.<ref>[http://www.idsia.ch/~juergen/sci.html Nobel Prizes by Country – Evolution of National Science Nobel Prize Shares in the 20th Century, by Citizenship (Juergen Schmidhuber, 2010)], Idsia.ch, sótt 23. júlí 2017.</ref>