„Stjörnubíó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Stjörnubíó''' var [[kvikmyndahús]] við [[Laugavegur|Laugaveg 96]] í [[Reykjavík]]. Kvikmyndahúsið var upphaflega með einum sýningarsal með sætum á tveimur hæðum sem tókutók rúmlega 500 manns í sæti. Það tók til starfa föstudaginn [[30. september]] [[1949]]. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var í húsinu var ''[[Sagan af Karli Skotaprins]]'' (''Bonnie Prince Charlie'') frá 1948 með [[David Niven]] í aðalhlutverki. Bygging hússins hófst 1946 en vegna seinkuntafa á leyfum nauðsynlegrafyrir leyfabyggingarefni tafðist byggingin um tvö ár. [[Hjalti Lýðsson]], kjötkaupmaður í Reykjavík, var forstjóri kvikmyndahússins frá opnun fram á efri ár en hann lést 1976. Eftir það rak fjölskylda hans bíóið. Stjörnubíó var með dreifingarsamning við bandaríska kvikmyndaverið [[Columbia Pictures]].
 
Meðal vinsælla kvikmynda sem sýndar voru í Stjörnubíói voru ''[[Rock Around the Clock]]'' (1956), ''[[Brúin yfir Kwai]]'' (1957), ''[[Byssurnar í Navarone]]'' (1961) og ''[[Flåklypa Grand Prix]]'' (1975). Flestar af kvikmyndum [[Óskar Gíslason|Óskars Gíslasonar]] voru frumsýndar í Stjörnubíói en ''[[Björgunarafrekið við Látrabjarg]]'' var þriðja kvikmyndin sem tekin var til sýninga þar 1949. Aðrar íslenskar kvikmyndir sem voru frumsýndar í Stjörnubíói voru meðal annars ''[[Morðsaga]]'' eftir [[Reynir Oddsson|Reyni Oddsson]] 1977, ''[[Eins og skepnan deyr]]'' eftir [[Hilmar Oddsson]] 1986, ''[[Börn náttúrunnar]]'' eftir [[Friðrik Þór Friðriksson]] 1991 og ''[[Ingaló]]'' eftir [[Ásdís Thoroddsen|Ásdísi Thoroddsen]] 1992.