„Þýska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Í fyrri heimsstyrjöldinn mistókst áætlun Þjóðverja um að hertaka París haustið 1914 og því varð til pattstaða á vesturvígstöðvunum. Viðskiptabann Bandamanna gegn Þýskalandi olli hungursneyð þar í landi. Þjóðverjar neyddust ítrekað til að senda liðsauka til Austurríkis og Tyrklands á öðrum vígstöðvum. Þjóðverjar unnu þó mikla sigra á austurvígstöðvunum; þeir hernámu mikil landsvæði að austan eftir að hafa sigrað Rússa og neytt nýja stjórn Bolsévikanna til að undirrita Brest-Litovsk-samninginn. Sú ákvörðun Þjóðverja að beita óhömdum kafbátahernaði árið 1917 átti að þjarma að Bretum; þetta mistókst vegna fylgdar herskipa við kaupskip á leið yfir Atlanshafið. Ákvörðunin, ásamt Zimmermann-símskeytinu alræmda, leiddi hins vegar til inngöngu Bandaríkjanna í stríðið. Á þeim tíma voru þýskir borgarar og hermenn þreyttir á stríðinu og undir áhrifum frá öfgum [[Rússneska byltingin|rússnesku byltingarinnar]].
 
Miðstjórn hersins undir forystu [[Paul von Hindenburg]] og [[Erich Ludendorff]] réð í auknum mæli lögum og lofum í ríkinu. Þeir tefldu öllu fram í einu lokaáhlaupi vorið 1918 áður en liðsauki Bandaríkjamanna gæti borist og notuðu fjölda hermanna, flugvéla og fallbyssa sem áður höfðu verið á austurvígstöðvumunausturvígstöðvunum. Þetta mistókst og í október neyddust herir þeirra til að hörfa, Austurríki-Ungverjaland og Tyrkjaveldi hrundu, Búlgaría gafst upp og Þjóðverjar sjálfir höfðu glatað trú sinni á stjórnarkerfi sínu. Eftir að reyna í fyrstu að halda í stjórnvölinn, sem kom af stað gífurlegum usla, hrundi þýska keisaradæmið í byltingu í nóvember 1918 og keisarinn sagði af sér ásamt öllum öðrum einvöldum ríkisins. Þetta leiddi til stofnunar [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]].
 
==Tilvísanir==