„Carl Gustaf Emil Mannerheim“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
== Æviágrip ==
 
Mannerheim byrjaði feril sinn í rússneska keisarahernum og gegndi þar liðsforingjastöðu, m.a. í [[Stríð Rússa og Japana|stríði Rússa við Japani]] árið 1904.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98627&lang=gl* (22. mars 1919). "Mannerheim". Morgunblaðið. Sótt 19. júní 2017.]</ref> Hann var viðstaddur við krýningu [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] [[Rússakeisari|Rússakeisara]] og hitti keisarann nokkrum sinnum augliti til auglitis.
 
Eftir [[Októberbyltingin|byltingu]] [[Bolsévikar|Bolsévika]] í Rússlandi 1917 lýsti Finnland yfir sjálfstæði sínu en steyptist brátt í borgarastyrjöld milli „rauðliða“ sem studdu stjórn Bolsévika og „hvítliða“ sem studdu finnska þingið. Mannerheim var útnefndur leiðtogi hvítliðahersins og tókst á tveimur og hálfum mánuði að hrekja innlenda og útlenda Bolsévika frá norður- og miðhluta Finnlands.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98627&lang=gl* (22. mars 1919). "Mannerheim". Morgunblaðið. Sótt 19. júní 2017.]</ref> Með hernaðaraðstoð Þjóðverja tókst Finnum svo að frelsa [[Helsinki]] og að lokum að hrekja rauðliða úr landi. Eiginlegur sigur hvítliða var unninn þann 29. apríl 1918 þegar Mannerheim tókst að brjóta á bak síðasta vígi rauðliða í Viborg.