„Paul von Lettow-Vorbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
Hersveitir Lettow-Vorbeck uxu ört með því að ráða til sín afríska hermenn og taldi að lokum um 14,000 manns. Lettow-Vorbeck talaði [[Svahílí]] reiprennandi og vann sér því inn virðingu og aðdáun afrískra hermanna sinna. Hann gerði afríska hermenn að liðsforingjum og sagði þeim: „Hér erum við allir Afríkumenn.“<ref>Garfield, ''The Meinertzhagen Mystery'', bls. 85.</ref> „Líklega mat enginn annar hvítur herforingi þessa tíma Afríkumenn eins mikils, bæði sem hermenn og sem menn,“ segir sagnfræðingurinn Charles Miller um Lettow-Vorbeck.<ref>Miller, Charles (1974), ''Battle for the Bundu, The First World War in East Africa'' p. 38.</ref>
 
Í mars árið 1916 gerðu Bretar innrás með um 45,000 manna herafla ásamt Belgum. Lettow-Vorbeck notfærði sér loft- og landslag Afríku og leyfði her sínum einungis að berjast á sínum forsendum. Bretar héldu þó áfram að senda sífellt fleiri menn og neyddu Lettow-Vorbeck til að láta af hendi æ meira landsvæði. Hann hélt bardaganum engu að síður áfram og vann stórsigur í orrustu við Mahiwa í október 1917, þar sem dauðsfall Breta var um 2,700 en dauðsfall Þjóðverja aðeins 519.<ref>Miller, bls. 287.</ref> Þegar fregnir af orrustunni bárust til Þýskalands var Lettow-Vorbeck hækkaðuríhækkaður í tign og gerður að stórhershöfðingja.<ref>Hoyt, bls. 175</ref> Þetta var þó ekki nóg til að vinna bug á Bretaher þar sem þeir höfðu frá upphafi átt yfir miklu meiri hermönnum að búa.
 
Lettow-Vorbeck neyddist til að hörfa til suðurs og hélt þann 25. nóvember 1917 inn í [[Mósambík]], sem þá var nýlenda Portúgala. Portúgalir höfðu verið í stríði við Þjóðverja frá árinu 1916 og því gat Lettow-Vorbeck ekki fengið birgðir sendar þangað frá Þýskalandi. Hermönnum hans tókst þó að sjá fyrir nauðsynjum með því að taka þær frá portúgölskum herstöðvum; fyrst frá herstoð við Ngomano sem þeir hertóku sama mánuð og þeir komu inn í Mósambík.<ref>Miller, bls. 296.</ref>