„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
Lenín hélt áfram að ferðast um Evrópu og útbreiða boðskap kommúnismans, mestmegnis útlægur frá Rússlandi. Á ferðum sínum hitti hann annan útlægan Rússa í París að nafni Inessa Armand, en hún átti eftir að verða hjákona hans síðar. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914 var Lenín staðsettur í Sviss. Flestir leiðtogar rússneskra sósíalista vildu þá ganga til friðarsamninga en Lenín hvatti verkalýðinn til að stofna til byltingar og kollvarpa kapítilöskum stjórnvöldum sínum með vopnum og valdi.<ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>
 
Árið 1917 varð svokölluð Febrúarbyltingin í Rússlandi, en þeir voru reyndar með öðruvísi dagatal heldur en almennar vesturþjóðir og því gerðist hún í rauninni í mars. Í þessar byltingu var keisaranum steypt af stóli og við tók bráðabirgðastjórn [[Aleksandr Kerenskij]] sem ætlaði að klára stríðið á mun skemmri tíma heldur en allt stefndi í. Það gekk þó ekki allt upp sem skildi og í apríl kom Vladimar Lenín aftur til Rússlands frá Sviss til að leiða bolsévíka, fyrsta verk hans var að lýsa yfir því að önnur bylting, bylting verkalýðsins væri yfirvofandi og var þar með vitað að ekki náðist eining á meðal stjórnamanna í Rússlandi strax.<ref>Poulsen (1985), bls. 43-45.</ref> Lenín flúði þó aftur frá Rússlandi til Finnlands eftir að hafa verið sakaður um að vera handbendli Þjóðverja en hann fékk fjármagn frá þeim. Lenín var þó ekki lengi fjarverandi en hann sneri aftur í nóvember. Nóvember í hinum vestræna heimi var reyndar október í Rússlandi og eftir því nefnist Októberbyltingin sem Lenín leiddi og steypti endanlega bráðabirgðastjórninnibráðabirgðastjórn Kerenskij af stóli. Sú bylting byggðist á því að byltingarmennirnir, undir stjórn Trotskys, réðust á mikilvægustu staði stjórnvalda og náðu þannig að þvinga bolsévíka til valda.<ref>Berndl (2008), bls. 480-481.</ref>
 
Í kjölfarið bönnuðu bolsévíkar alla stjórnmálaflokka og blöð frá þeim, þjóðnýttu banka og einkaeignir og bönnuðu nánast öll viðskipti. Fyrrverandi eigendur þessara eigna fengu engar bætur og Lenín sagði að hann ætlaði að koma peningunum og eignum til bændasamfélagsins. Hann var viss um að hægt væri að koma á sósíalísku stjórnarkerfi í Rússlandi og var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess. Andstæðingar hans voru þessu mjög mótfallnir og bentu á hættuna á að þetta gæti leitt til einræðis.<ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref><ref>Berndl (2008), bls. 480-481.</ref>