Munur á milli breytinga „Listamannadeilan“

 
 
==Gefjunarsýningarnar==
Þann [[26. apríl]] lét Jónas upp á sitt einsdæmieindæmi setja upp sýningu í búðarglugga verslunarinnar Gefjunar í [[Aðalstræti]] í Reykjavík. Sýningin innihélt verkin ''Þorgeirsboli'' eftir Jón Stefánsson, ''Hjörtur Snorrason'' eftir Gunnlaug Scheving, ''Kona'' eftir Jóhann Briem, ''Í sjávarþorpi'' eftir Jón Engilberts og ''Við höfnina'' og ''Blá kanna'' eftir Þorvald Skúlason. Sýningunni var ætlað að draga dár að verkum listamannanna eins og berlega kom fram í grein eftir Jónas sem birtist í Tímanum daginn eftir opnunina og bar titilinn „Er þetta það sem koma skal?“. Sýningin minnti óneitanlega á myndlistarsýninguna ''[[Entartete Kunst]]'' sem [[nasismi|nasistar]] efndu til árið [[1937]] og viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa með blaðaskrifum manna á borð við [[Sigurður Nordal|Sigurð Nordal]] prófessor og [[Steinn Steinarr|Stein Steinarr]].<ref>Björn Th. Björnsson, ''Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld - II. bindi'', Reykjavík, Helgafell, 1973, s. 209-210.</ref>
 
[[2. maí]] var sýningin tekin niður og önnur sett upp, að þessu sinni á verkum sem væru til eftirbreytni. Þar voru verk eftir [[Sigurður Guðmundsson málari|Sigurð Guðmundsson]] og [[Þórarinn B. Þorláksson]], [[Ríkarður Jónsson|Ríkarð Jónsson]], [[Gunnlaugur Blöndal|Gunnlaug Blöndal]], Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson, sem einnig hafði átt eftirminnilegasta verkið á fyrri sýningunni, ''Þorgeirsbola''.<ref>''Ibid.''</ref>
Óskráður notandi