„Ungtyrkir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Greek lithograph celebrating the Ottoman Constitution.png|250px|thumb|right|Mynd af Ungtyrkjabyltingunni 1908 og viðurkenningu tyrknesku stjórnarskrárinnar.]]
'''Ungtyrkir''' („Jön Turkler“ á [[Tyrkneska|tyrknesku]], dregið af „Les Jeunes Turcs“ á [[Franska|frönsku]]) voru stjórnmálaleg umbótahreyfing áí byrjun tuttugustu aldar. Hreyfingin samanstóð af andófsmönnum sem höfðu verið sendir í útlegð frá [[Tyrkjaveldi]], menntamönnum, embættismönnum og herforingjum.<ref>''A history of the Modern Middle East'', Cleveland og Bunton bls. 123</ref> Ungtyrkir kölluðu eftir því að einveldi yrði afnumið í Tyrkjaveldi og að stjórnarskrárbundinni ríkisstjórn yrði þess í stað komið á. Árið [[1908]] leiddu foringjar Ungtyrkja uppreisn gegn alræðisstjórn [[Abdúl Hamid 2.]] [[Tyrkjasoldán|Tyrkjasoldáns]] í [[Ungtyrkjabyltingin|Ungtyrkjabyltingunni]].<ref>Hanioğlu (1995), bls. 12</ref> Með þessari byltingu komu Ungtyrkir á öðru stjórnarskrártímabili Tyrkjaveldis og leyfðu frjálsar fjölflokkakosningar í fyrsta sinn í sögu ríkisins.<ref>Akçam (2006), bls. 48.</ref>
 
Eftir árið 1908 byrjaði stjórnmálaflokkur Ungtyrkja, Samstöðu- og framfaranefndin („İttihat ve Terakki Cemiyeti“),<ref>Balakian (2003), bls. 143</ref> að koma á nútímavæðingu og félagsumbótum í Tyrkjaveldi. Ágreiningur fór þó fljótt að myndast innan flokksins og brátt klufu margir frjálslyndari Ungtyrkirnir sig úr honum og mynduðu Frelsis- og samlyndisflokkinn í stjórnarandstöðu. Þeir sem héldu sig í Samstöðu- og framfaranefndinni voru aðallega hlynntir tyrkneskri [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og aukinni miðstýringu.<ref>Wilson, Mary Christina, [https://books.google.com/books?id=yUGYsBRpqPkC&pg=PA19 King Abdullah, Britain and the Making of Jordan] (1990), Cambridge University Press, bls. 19</ref> Eftir valdabaráttu milli flokkanna allt árið 1912 hafði Samstöðu- og framfaranefndin rangt við í þingkosningum til að ná fram kosningasigri. Frelsis- og samlyndisflokkurinn gripu til vopnaðrar uppreisnar í kjölfarið.