„Balkanskagabandalagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:Balkans at 1913.jpg|thumb|right|250px|Landamæri Balkanríkjanna fyrir og eftir Balkanstríðin.]]
'''Balkanskagabandalagið''' var herbandalag sem sett var á fót árið [[1912]] með sáttmálum milli Balkanríkjanna [[Grikkland|Grikklands]], [[Búlgaría|Búlgaríu]], [[Serbía|Serbíu]] og [[Svartfjallaland|Svartfjallalands]] og beindist gegn [[Tyrkjaveldi]]<ref name="OnWar-first">{{cite web|url=http://www.onwar.com/aced/data/bravo/balkan1912.htm|title=Wars of the World; First Balkan War 1912-1913|date=December 16, 2000|publisher=OnWar.com|accessdate=2009-08-14}}</ref>, sem réð á þeim tíma enn yfir stórum svæðum á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Ófremdarástand hafði ríkt á Balkanskaga frá byrjun 20. aldarinnar vegna margra ára stríðsástands í [[Makedónía|Makedóníu]], [[Ungtyrkjabyltingin|Ungtyrkjabyltingarinnar]] í Tyrklandi og umdeildrar innlumunarinnlimunar [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu og Hersegóvínu]] í [[Austurríki-Ungverjaland]]. Stríð Tyrkja við Ítali árið 1911 hafði einnig veikt stöðu Tyrkjaveldis og hleypt eldi í æðar Balkanríkjanna. Að áeggjan [[Rússaveldi|Rússa]] lögðu Serbía og Búlgaría deilumál sín til hliðar og gengu þann 13. mars árið 1912 í bandalag sem upphaflega átti að beinast gegn Austurríki-Ungverjalandi<ref name= "Crampton62">Crampton (1987) {{cite book | last =Crampton | first =Richard | title =A short history of modern Bulgaria | publisher = Cambridge University Press | year =1987 | isbn = 978-0-521-27323-7 | page =62 }}</ref> en beindist í reynd gegn Tyrkjaveldi eftir að leynilegum viðauka var bætt við samninginn.<ref name="Balkan Crises">{{cite web|url=http://cnparm.home.texas.net/Wars/BalkanCrises/BalkanCrises02.htm|title=Balkan Crises|date=August 14, 2009|publisher=cnparm.home.texas.net/Wars/BalkanCrises|accessdate=2009-08-14}}</ref> Serbía skrifaði svo undir bandalagssamning við Svartfjallaland og Búlgaría við Grikkland. Balkanskagabandalagið vann bug á Tyrkjum í [[Balkanstríðin|fyrra Balkanstríðinu]] sem hófst í október 1912 og tókst að hafa af Tyrkjaveldi nánast öll evrópsk landsvæði þess. Eftir sigurinn kom hins vegar upp ágreiningur milli bandamannanna um skipti landvinninganna, sérstaklega Makedóníu, og leystist bandalagið í raun upp í kjölfarið. Litlu síðar réðst Búlgaría á fyrrum bandamenn sína og byrjaði [[Balkanstríðin|síðara Balkanstríðið]].
 
== Bakgrunnur ==
Lína 6:
Eftir [[Krímstríðið]] (1853–1856) gerðu Rússar sér grein fyrir að hin stórveldin svífðust einskis til að koma í veg fyrir að [[Rússaveldi]] hefði aðgang að [[Miðjarðarhaf|Miðjarðarhafinu]]. Fóru Rússar því að leggja á ráðin um að þenja út veldi sitt á óbeinan hátt með stuðningi og bandalögum við smærri ríki á Balkanskaga. Í þessu skyni nýttu þeir sér [[Slavar|slavneska]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] sem miðaði við að stofna sjálfstæð ríki Slava á Balkanskaganum. Stuðningur við Slava einkenndi því rússneska utanríkisstefnu alveg fram að endalokum rússneska keisaraveldisins árið 1917.<ref name="Tuminez1">{{cite book | last = Tuminez | first = Astrid S. | title =Russian nationalism since 1856: ideology and the making of foreign policy | publisher = Rowman & Littlefield Publishers, Inc. | year =2000 | isbn =978-0-8476-8884-5 | page =89 }}</ref> Eftir sigur Rússa á Tyrkjum í stríði árin 1877–78 settu Rússar á fót sjálfstætt búlgarskt ríki. Á svipaðan hátt neyddu Rússar Tyrkjaveldi til að viðurkenna sjálfstæði og útþenslu Serbíu árið 1878.<ref name="Frucht1">{{cite book | last = Frucht | first = Richard C. | title =Eastern Europe: An Introduction to the People, Lands, and Culture | publisher = ABC-CLIO | year =2005 | isbn =978-1-57607-801-3 | pages =538–9 }}</ref> Þessi tvö ríki viðurkenndu bæði áhrif Rússa á svæðinu en hagsmunaárekstrar þeirra leiddu til mikillar óvinsemdar og jafnvel stutts stríðs á milli þeirra. Þar sem óvild Evrópuveldanna í garð Rússa færðist stöðugt í aukana og áríðandi var að ná sér niðri á Austurríkismönnum fyrir að innlima Bosníu vildi Rússland ekkert frekar en að til yrði „Slavablokk“ vinveitt þeim á Balkanskaga. Ætti hún að beinast bæði gegn Austurríki-Ungverjalandi og Tyrkjaveldi. Rússneskir erindrekar fóru því að hvetja Serbíu og Búlgaríu til að miðla málum og mynda með sér bandalag.
 
Annar stuðull að myndun bandalagsins var uppreisn í [[Albanía|Albaníu]] árið 1911. Svo virðist sem samningaviðræður Serba og Búlgaríumanna hafi gengið í takt við framgang uppreisnarinnar. Í maí 1912 tókst Albönum að neyða Tyrki til að veita Albaníu aukna sjálfsstjórn. Þetta var reiðarslag fyrir Serba því nú var úti um von þeirra til að þenja út ríki sitt til suðurs þar sem albanskt sjálfsstjórnarhérað átti að vera. Serbar þurftu nú að þreyta kapphlaup við tímann gegn stofnun sjálfstæðs albansks ríkis. Búlgaríumenn notfærðu sér þessar áhyggjur Serba til að knýja fram stefnumál sín og neyða Serba til að láta af tilkalli sínu til hluta Makedóníu. Lokasamningur ríkjanna tveggja mælti svo fyrir um að ef ríkin sigruðust á Tyrkjaveldi í stríði skyldi Búlgaría fá alla Makedóníu sunnan línu milli bæjanna Ohrid og Kriva Palanka. Serbía átti að fá landsvæðið norðan við línuna, þ.á.m. [[Kosóvó]], fram að ströndum [[Adríahaf|Adríahafs]]. Serbía átti í raun að fá Albaníu í stað Makedóníu, sem átti eftir að leiða til deilnanna sem leystu upp bandalagið árið 1913 þegar stórveldi Evrópu kröfðust þess að Albanía yrði sjálfstætt ríki og neituðu Serbíu um landvinningaa í þá átt.
 
[[Image:Balkans at 1905.jpg|thumb|250px|left|Balkanskagi við stofnun Balkanskagabandalagsins, fyrir Balkanstríðin.]]