„Mexíkó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 47:
Með tímanum breyttist byltingin yfir í það að verða borgarastyrjöld. Þessi átök eru oft talin vera einn mikilvægasti félags- og stjórnmálalegi atburður álfunnar.
Eftir að baráttan var búin að standa yfir í langan tíma ákváðu leiðtogar hennar að gera nýja stjórnarskrá árið 1917. Eftir það átti byltingunni að ljúka, en hún stóð yfir allt til 1920, með litlum átökum þó. Sagnfræðingar vilja svo meina að byltingin hafi endað með dauða [[Venustiano Carranza]] sem gerði stjórnarskrá hersins árið 1920.
Byltingin sjálf leiddi til þess að nýr stjórnarflokkur var búinn til árið 1929 en hann hét Partido Nacional Revolucionario. Hann var svo endurnefndur árið 1946 og þá kallaður [[Partido Revolucionario Institucional]], betur þekktur sem PRI og undir ýmsum leiðtogum hafði PRI flokkurinn völdin í ríkinu í höndum sér til ársins 2000.