„Viktor Emmanúel 3.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] hófst var Ítalía hlutlaus í fyrstu þrátt fyrir að hafa verið í varnarbandalagi ásamt [[Þýskaland|Þýskalandi]] og [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríki-Ungverjalandi]] fáum árum áður. Árið 1915 skrifuðu ítölsk stjórnmál hins vegar undir leynisáttmála um að berjast gegn [[Miðveldin|Miðveldunum]] ásamt bandamönnum. Flestir ítalskir stjórnmálamenn voru á móti inngöngu í stríðið og neyddu [[Antonio Salandra]] forsætisráðherra til að segja af sér. Viktor Emmanúel neitaði að samþykkja afsögn hans og tók sjálfur þá ákvörðun að Ítalía skyldi ganga inn í styrjöldina, sem var stjórnarskrárbundinn réttur hans.
 
Sigur bandamanna árið 1918 gerði Ítölum kleift að innlima landsvæði eins og Trentin, Bolzano, [[Istría|Istríu]] og [[Trieste]] en ekki Dalmatíu, sem kom í veg fyrir að þeir næðu fullri stjórn yfir [[Adríahaf|Adríahafi]]. Skilmálar friðarins urðu því óvinsælir í Ítalíu og þótti mörgum landið hafa verið lítilsvirt.
 
===Millistríðsárin og uppgangur fasisma===