„Malurt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Malurt (Artemisia absinthium) var mikið notuð í kryddsnafs. Bæði má nota malurtina og strandmalurt (A. maritima). Það er fyrst og fremst efstu blöðin sem eru notuð í dryk...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. júlí 2017 kl. 08:53

Malurt (Artemisia absinthium) var mikið notuð í kryddsnafs. Bæði má nota malurtina og strandmalurt (A. maritima). Það er fyrst og fremst efstu blöðin sem eru notuð í drykki. Bragðefni malurtarinnar er tiltölulega auðleyst og bragðmikið og laufblöðin eru látin liggja í vínandanum í sólarhing áður en þau eru síuð frá. Malurtarsnafsinn er gjarnan notaður töluvert þynntur. Malurtarsnafs þykir góður við magaverkjum, en ekki ætti að drekka hann í óhófi, því malurtin er talin eitruð og geta valdið heilaskemmdum ef ekki er mjög varlega farið.