Munur á milli breytinga „Benito Mussolini“

Haustið 1922 fóru um 25 þúsund fasistar í kröfugöngu frá Napolí til Rómar. Þessi mótmæli urðu þekkt sem „gangan til Rómar“ og varð nasistum til fyrirmyndar. Fasistar kröfðust þess að Mussolini tæki við stjórnarforystu.
 
Í umrótinu sem gangan til Rómar hafði í för með sér þorðu konungar og ríkisstjórn ekki að setja hart móti hörðu og Mussolini var skipaður forsetisráðherra af [[Viktor Emmanúel 3.|Viktori Emmanúel III konungi]]. En það var ekki aðeins harka og ofbeldi sem komu Mussolini til valda. Þjóðarheiður Ítala var særður vegna rýrðar útkomu við friðargerðina í Versölum. Mussolini notaði sér það og benti á hversu mikið stjórnvöldin hefðu brugðist hagsmunum lands og þjóðar á örlagastundu. Hann sagði að fasistum væru einum treystandi til að vernda hagsmuni og heiður ríkisins. Þetta róaði Ítala, þeir þurftu sterka stjórn og sterkan leiðtoga.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2008), bls. 229.</ref><ref>Berndl (2008), bls. 470.</ref>
 
[[Mynd:Mussd.jpg‎ |thumb|right|300px|Benito Mussolini í „göngunni til Rómar“ 1922.]]